Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 16

Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 16
Glettinn var hann og jafnvel hrekkj- óttur. Munnmæli herma að hann hafí beitt förukonu græsku og stolið ostbita sem hún hafði meðferðis en hún hafi þá lagt það á að hann mundi ævilangt leita sífellt eftir verðmætum ófrjálsri hendi, en til málsbóta og samkvæmt ósk móður hans, létti hún þessi áhrins- orð þannig að aldrei kæmist hann þó undir manna hendur. Snemma í föðurgarði þótti hann sæk- inn til kvenna. Sögn er um að hann hafi eignast bam með Guðrúnu á Fossi, sem var næsti bær við Hlíð. Þeim var ekki ætluð sambúð, bamsmóðir hans var send austur í Rangárvallasýslu. Þessa sögn er ekki hægt að staðfesta. Arið 1729 er Eyvindur enn heima hjá foreldmm sínum, síðar flyst hann að Læk í Flóa til Kjartans móðurbróður síns. Þar dvelur hann í nokkur ár m.a fer hann á vertíð. Er dvöl Eyvindar að Læk í minnum höfð í sögum um hann, enda sennilegast að hann hafi dvalist þar allt til þess er hann fór að Trað- arholti í Flóa. Eyvindur lagði hug á Þóm, dóttur Guðrúnar húsfreyjunnar í Traðarholti og með henni bjó hann meðan hann dvaldi þar. Þá gerist það að Þóra verður ófrísk og Eyvindur talinn vera faðir bamsins, Gengið var eftir að hann tæki bamsmóð- ur sína að sér, en af einhverjum ástæð- um hafnar hann því. Sonur Eyvindar og Þóru var Rafn, síðar bóndi á Læk í Flóa, og eru ættir frá honum komnar á Suðurlandi og víðar. Síðasti bœrinn í Hlíð. riktaður (orðspor) af þjófnaði í Ámesýslu og em hans einkenni þessi: Grannvaxinn með hærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, toginleitur og einleitur, nokk- uð þykkari neðri vör en efri, fótgrann- ur mjúkmáll, og geðgóður, hirtinn og hreinlátur, reykir lítið eitt tóbak, þá býðst. Hagtækari á tré en jám, góður vinnumaður og liðugur til smáverka, lítt Séð heim að Hlíð. Um þessar mundir verða straumhvörf í lífi Eyvindar. Vorið 1745 fer hann að selja búshluti sína og í júlí hverfur hann með hesta sína og vissi enginn hvert hann fór. Ágreiningur gæti hafa komið upp, ef hann hefur ekki viljað kvænast Þóra, en einnig var þeirri sögn haldið á lofti að hann hefði verið síhnuplandi og viljað komast hjá því að svara til saka. I alþing- isbókinni 1746 stendur orðrétt: „Af Brynjólfi sýslu- manni Sigurðssyni var lýst eftir óskilamanninum Eyvindi Jónssyni, sem í fyrra í júlímán- uöi burt strokið hafði frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi úr Ámessýslu, fyrir utan nokkra kynning og skudsmaal (vitn- isburð), einnig sé með stómm líkindum 584 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.