Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 23
Steinunn R. Eyjólfsdóttir: ■ ólagjafír - jólagjafir. Hvað eigum við að gefa vinum og vandamðnnum í jólagjðf? Hér er úr ótnílega vðndu að ráða. Ætti maður að fylgja tískunni og sameina til að spara, eins og blessaðir stjómmálamennimir, mundi maður að sjálfsðgðu gefa allri fjðlskyldunni sameiginlega eina jóla- gjðf. Allir hljóta að sjá hversu hagkvæmt þetta er. Auðvitað verður að biynja sig gegn gamaldags hugsunar- hætti og skella skolleyrum við því þó barnið sé að suða um brúðu, unglingurinn um geisla- disk eða afi og annna um bók. Maður gefur allri fjðlskyldunni góða og hagkvæma jólagjðf, til dæmis klofstígvél. Full- orðna fólkið getur skipst á um að nota þau og litlu bðrnin skriðið inn í þau þegar rignir. An efa yrði stórkostleg ánægja með þetta fyrirkomulag. En sumt fólk getur ekki með neinu móti séð kosti sameining- arinnar og má þar nefna landsbyggð- arfólk allflest. Þetta fólk þarf þó líka að gefa jólagjafir. Hvað geturþað gert? Við þurfum þó raunar ekki að vorkenna því. Eins og vitað er, þá er það þegar neyðin er stærst sem hjálpin er næst. Yndisleg verðstríð geta hvenær sem er geisað á landsbyggðinni svo fólk getur keypt allt sem hugurinn girnist fyrir nærri því ekki neitt. Það er ekki lakara að eitthvað matarkyns sé í jólabögglinum - hver mundi ekki vilja fá heilan kassa af bón- usmat i jólagjöf, t.d. grænum baunum? Jólagjöfin verður hvort eð er að hafa notagildi. Engin hugsandi manneskja gefur ónothæfa jólagjöf. Þannig að þessi hugmynd er líka yfrið góð. En ef hvorugur ofangreindra mögu- leika höfðar til manns - hvað er þá til ráða? Þess má þá minnast að oft er það gott er gamlir kveða. I mörg hundruð ár hafa jólagjafir verið búnar til á íslensk- um heimilum - og gengið bara vel. Það er enginn sem segir að þetta sé ekki ennþá gerlegt og er það útaf fyrir sig merkilegt, því allar okkar geróir mega orðið heita „planlagðar“ í tölvum. Sem sagt, við megum búa til jólagjafír heima. Opnast þá ótal möguleikar. Prjóna má allt frá rúmábreiðum til trefla og nærbuxna Fer stærð og þyngd gjafarinnar eftir dugnaði gefandans. Smíða má alls- konar koppa og kirnur úr tré eða járni. Hér má skjóta því að, í veikri von, að sjálfa hefur mig lengi dreymt um að eignast fiskfat úr tré með feitiskollu áfastri í miðju, eins og Strandamenn notuðu áður fyrr. En hingað til hafa hugskeyti mín varðandi slíka jólagjöf ekki borið árangur. Nú, svo má klippa og líma og sauma í það óend- anlega. Glottketti, glottjóla- sveina, kirkjur og hof. Ef ekkert af þessu fellur í kramið þá eru líka til jólagjaf- ir sem kosta alls ekki neitt, hvorki vinnu né peninga og vekja allsstaðar óblandna ánægju. Þær hafa að vísu þann galla að ekki er hægt að velja þær í böggul og því eru þær oft látnar fylgja öðrum gjöfum. En þær eru líka vel fram- bærilegar einar sér. Slíkar gjafir eru kossar og faðmlög, kyrrð og ró í húsið, skilningur og umhyggja, til dæmis. Sér- staklega er mælt með gjöfum í þessum flokki fyrir ungt fólk. Loks má ekki gleyma jólakertunum. Kerti er sígild jólagjöf sem ætti að tíðkast mikið meira. Stjómmálamönnum ætti hiklaust að gefa kerti, jafnvel stormkerti, ef vera mætti að ljós rynni upp fyrir þeim á jólahátíðinni. Svo skulum við bara öll gleðjast við að útbúa jólagjafímar. I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I Heimaerbezt 591

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.