Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 27
Heimaerbezt 595 r Eg hef velt því fyrir mér hvort Halldór Kiljan Laxness hafi haft fóstru mína í huga, þegar hann skrifaði - Lífið er saltfskur - því hún lifði framan af œvi minni nákvœmlega eins og Kiljan skrifaði. Hún vann við saltfiskverkun frá morgni til kvölds, þá daga sem saltfsksverkun var stunduð. Svo komu dagar sem engin saltfiskur var til að verka, og þann tíma var hún atvinnulaus. Reyndar var lítið frysthús íþorpinu, en þar unnu bara fáar, ungar konur við að handfaka ýsur og ökin. Afskurðurinn var látin fjóta í víðu vatnsröri í höfnina. mstra leigði eitt herbergi, þar var ekkert rafmagn en hún átti olíulampa með átta línu glasi. Ég sá ekki til að læra nema hafa lamp- ann á litlu borði sem fóstra átti. Það var ekkert rennandi vatn í herberginu, en húseigandinn hafði herbergi við hlið- ina á herbergi fóstru. Það var þvotta- herbergi og þangað sótti fóstra vatn, og þar mátti hún þvo sinn þvott. Engin eldunaraðstaða var í herberginu, en hún átti olíuvél sem hún sauð á allan fisk. Brauð gat hún ekki bakað, en hún fékk að baka hveitibrauð í stóru formi hjá vinkonu sinni úti í bæ, og þar bakaði hún líka pottbrauð úr rúgmjöli, svo við vorum aldrei brauðlaus. Já, fóstra var sárafátæk, en samt var ég aldrei svangur, ég sá um það. Það voru margar smábátabryggjur í Firð- inum, og þar var ég alla daga að veiða

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.