Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Side 28

Heima er bezt - 01.12.2006, Side 28
sandkola. Hann lá ofan á úrskurðinum sem kom frá frystihúsinu, meðan hann gat komið einhverri ögn í kúttmagann, og þeir kolar sem ég veiddi voru með stóra kúlu þar sem kúttmagin var. Þeir eru með ýstru eins og sumir karlamir, sagði ég við sjálfan mig, og kolamir vom spikfeitir. Ég sparaði fóstm mikinn pening, því hún þurfti aldrei að kaupa fisk. Það var koli í matinn í gær, það var koli í mat- inn í dag, og það verður koli í matinn á morgun. Ég varð aldrei leiður á að borða kola, vel feitur koli var miklu betri á bragðið en ýsa. Grásleppukarlamir gerðu að gráslepp- unni í ijömnni þegar lágsjávað var og létu allt gumsið detta í fjömna. Svo þegar flæddi að og sjórinn fór yfir gumsið, þá lagðist kolinn á allt innvols afgrálepp- unum og tróð í kúttmaga sinn. Nú mætti ætla að kolar, sem vom alltaf með troðfulla maga, tækju ekki öngul með gimilegri beitu. Jú, það er alveg rétt, en ég beitti aldrei öngul. Ég lét öngulinn liggja berann ofan á úrskurðar hrúgunni eða grásleppu innvolsinu, og þegar koli synti yfir öngulinn þá kippti ég í færið og það brást sjaldan að kol- inn var minn. Svo fór ég að selja fólki kola. Ég seldi nú ekki dýrt, einn eyrir stykkið, reyndar ef kolinn var í stærra lagi þá kostaði hann tvo aura. Fóstra fékk ekkert að vita um þessa ijámögnun mína. Ég labbaði úr Suðurbænum í Vest- urbæinn, þar var verslun sem seldi got- terí, lakkrístöflur, sem kostuðu hálfan eyrir stykkið og það var nokkuð langt labb úr suðurbænum í vesturbæinn, en það var í þá daga bara til Suðurbær og Vesturbær. Austurbær og Norðurbær voru ekki til fyrr en ég var næstum orðinn gamall karl. Nú mætti ætla að ég hefði ekki gert neitt annað en að veiða kola, en því fór fjarri. Kolaveiðin minnkaði til muna, ég greip bara einstaka sinnum í það þegar fóstm vantaði fisk, en ég eign- aðist vin, sem hét Ragnar. Ég vissi að hann var Magnússon, en hann sagðist heita Ragnar Kæmested. Pabbi Ragnars var skipstjóri. Reyndar sá ég hann ekki nema einu sinni, og þá í eina skiptið sem ég var staddur á aðfangadagskvöldi heima hjá Ragnari. Það má segja að við Ragnar höfum orði svo góðir vinir að það komst ekki hnífurinn á milli okkar, eins og stund- um er komist að orði. Eins og ég hef áður sagt, áttum við fóstra heima í kjallaraherbergi á Brekku- götu 8. Ragnar átti heima í einbýlishúsi, sem var nokkuð stórt um sig, með rishæð, og stóð við Brekkugötu 10, og var allstór lóð kringum það, reyndar túnblettur á hálfri lóðinni. Móðir Ragnars var afar hjartahlý kona, glöð og kát. Ég held að nafn hennar hafí verið Amelía frekar en Emelía, en það er ekki gott fyrir mig að muna það, því allar konumar sem áttu heima við Brekkugötuna, nefndu hana aldei með nafni, þær kölluðu hana bara Frúna, hvort heldur þær töluðu um hana eða við hana. Ragnar gerði margar tilraunir til að fá mig inn til sín, en ég þráaðist við, því ég var feiminn við að láta sjá mig inni á ríka heimilinu. Loks tókst honum að þó toga mig inn, en ég stansaði í opnum útidyrunum og horfði á Ragnar, þegar hann gekk að móður sinni, lagði handleggina um háls hennar og kyssti hana á kinn. „Hvað varstu nú að gera af þér, prakk- arinn þinn, hí, hí, hí“? „Ekkert mamma mín, við voram bara að leika okkur uppi á Hamri.“ „Er þetta vinur þinn, sem þú hefur verið að tala um, hí, hí, hí.“ „Já, mamma mín, en hann ætlaði ekki þora að koma.“ „Það er eðlilegt, hann hefur haldið að ég væri einhver skessa. Komdu hingað og lofaðu mér að sjá á þér greppitrínið, ég skal ekki éta þig, hí, hí, hí.“ Eg ég þokaði mér hægt í átt til hennar, og þegar hún náði til handleggs míns, togaði hún mig fast upp að sér og strauk um snoðklipptann rauðkollinn minn, síðan sneri hún mér í hring. „Þú ert bara þokkalegur til fara vin- urinn litli, en ekki er nú fataefnið upp á marga físka. Mamma þín er alltaf að vinna, vinur minn.“ „Fóstra mín,“ leiðrétti ég. „Ég veit það, elsku vinurinn litli, en hún er nú samt móðir þín á meða hún gengur þér í móður stað, og þú átt alltaf vera þægur og góður við hana, elskan litla, mundu nú það.“ Við þessu gat ég ekkert sagt, en ég starði niður á gólfið, ef ég gæti fund- ið þar einhverja holu eða smugu til að skríða inn í. „Færðu ekkert að borða fyrr en mamma þín kemur heim úr vinnunni, vinurinn litli?“ “Jú, Fóstra lætur mig hafa kakó á flösku og þrjár brauðsneiðar, sem ég borða þegar ég verð svangur.“ „Mamma þín, vinurinn litli. Ekki er það kjammikið fæði handa litlum dreng, sem þarf að stækka svo hann nái Ragnari mínum. Farðu þama að eldhúsborðinu og fáðu mjólk og brauð hjá stúlkunum, og þú mátt alveg borða yfír þig ef þú getur, hí, hí, hí.“ Eldhúsborðið var naglfast við alla herbergishliðina og gluggar fyrir ofan borðið. Tvær stúlkur studdu afturhlut- anum við eldhúsborðið og horfðu bros- andi á okkur Frúna. Þær vom vinnukon- ur á þessu heimili, önnur ef til vill um tvítugt, hin sennilega á miðjum aldri. Þegar ég hafði dmkkið mjólkurglas og borðað tvær brauðsneiðar, horfði ég spurulum augum á Frúna. „Þegar mamma þín kemur heim úr vinnunni, litli vinur, þá skaltu spyrja hana frá mér, hvort þú megir borða með honum Ragnari mínum á daginn.“ Og þannig varð það að ég borðaði alltaf hjá Frúnni meðan Fóstra var að vinna, meðan þetta góða fólk átti heima á Brekkugötu 10. Alltaf horfði ég á það með sámm öfundaraugum þegar Ragnar lagði hand- leggi um háls Frúarinnar og hún sýndi honum hlýju á móti. A jólum var það venja Fóstru að breyta aðeins til og reyna að gera aðeins hátíðlegra í okkar matarvenjum, þó ekki meira en henni fannst efni og tekjur leyfa. Hún vildi ekki safna skuldum til að halda jól, samt lét hún það eftir sér að kaupa vænan skammt af hangi- kjöti og það vel feitu, annars voru engin jól. Einnig keypti hún sína ögnina af hverju, til að breyta matarvenjum. Hún bjó til sveskjugraut og hrísgrjónagraut með rúsínum í, sem kláraðist á annan dag jóla. Hún keypti nokkur epli og smá slatta af vínberjum. Svo var það 596 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.