Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 29
fastur liður, hvemig sem efnin stóðu, að kaupa spil og pappakassa með tíu litlum kertum, handa mér, og alltaf gaf hún mér einhverja staka flík, sem mér fannst lítið til koma, því fatnaður var ekki jólagjöf, að mér fannst. Fötin þurfti ég að fá, hvort sem það vom jól eða ekki. Eg var lengi búinn að eiga sömu sparifötin, því ég átti alltaf þau sömu meðan hægt var að troða mér í þau. Af hagkvæmnis ástæðum keypti fóstra alltaf spariföt á mig, sem vom heldur við vöxt, kannski með það í huga að barnið vex en brókin ekki, og nú voru sparifötin mín orðin nokkuð snjáð, þó enn vantaði nokkuð upp á að ég fyllti alveg út í þau. En þau urðu að duga þessi jólin, því það hafði ekki verið nein vinna síðustu tvo mánuðina. Ég hlakkaði alltaf til jólana, og þó ég væri vanur að hanga inni í þessu kjallaraherbergi og við værum bara tvö, fóstra og ég, þá var það nokkur tilbreyting að borða þennan góða mat, sem dugði varla í tvo daga, og síðan að leika sér að marglitum logandi kertum, eða spila við Fóstru og ég var ánægð- ur með mitt hlutskipti, því ég þekkti ekki annað. Eitt gleymi ég að nefna og það er jólatréð okkar. Fóstra hafði fengið ein- hvem kunningja sinn til að smiða það. Það var digurt, sívalt tré, og boraðar holur í það, þar sem mjóum sívölum prikum var stungið í. Prikin voru á ská og mynduðu greinar. Svo vom litlir, mis- litir pappírspokar hengdir á greinamar með nokkmm rúsínum í eða tveimur eða þremur vínberjum. Og svona var það víst á öllum heimilum við Brekkugöt- una, kannski mismunandi eftir efnum eða lagni húsbóndans. Til þeirra jóla, sem nú vom framund- an, hlakkaði ég milcið, því ég vonaðist eftir gjöf úr húsi Frúarinnar. Ég mundi eflaust fá mjög skemmtilegt og dýrt leikfang, því ég var farinn að álíta að Frúin gæti bara sagt - hókus, pókus - og þarna væri það sem hún óskaði eftir. Og ég hlakkaði lika mikið til að fá að borða hjá Frúnni. Ragnar var búinn að segja mér að það yrðu borðaðar rjúp- ur. Ég vissi að rjúpur vom fuglar, en ég hafði aldrei séð rjúpur. Það hlaut að vera afar gott að borða þær, annars væru þær ekki á matborði Frúarinnar. Loks rann upp aðfangadagurinn og það var nokkuð eftir hádegi að bankað var á útidymar. Fóstra hrökk við. „Hva, hver er að banka á þessum tíma dags? Viltu ekki fara og gá að því væni minn.“ Ég hrökk líka við, því ég hafði verið að bíða spenntur eftir þessu, og flýtti mér til dyra. Og eins og ég hafði vonað, stóð Ragnar við dyrnar með stóran böggul undir öðrum handleggnum. „Er mamma þín heima?“ Ég svaraði ekki þessari spurningu, því hvar átt fóstra annars staðar að vera á þessum tíma? En ég starði forvitnum augum á þennan stóra pakka og Ragnar beið heldur ekki eftir svari en mddist framhjá mér. “Mamma bað mig um að fá þér þetta,“ sagði Ragnar um leið og hann rétti fóstm pakkann. “Þakka þér fyrir góði minn.“ Hún lét pakkann áhugalaus á borðið, rétt eins og Ragnar væri að skila ein- hverju úr láni, síðan virti hún Ragn- ar fyrir sér. Hann var í nýjum matr- ósafötum og var hinn glæsilegasti á að líta, í sinni óvenjulegu hæð, hann bar höfuð og næstum herðar yfír mig. Hann stóð kyrr í vandræðalegri bið- stöðu en sagði svo: „Þetta er jólagjöf handa honum,“ og hann benti á mig. „Já, eimitt það, skilaðu þakklæti til mömmu þinnar góði.“ Hún var enn kyrr, og áhugaleysi henn- ar þótti okkur drengjunum hneyksl- anlegt. En að auki var ég að sálast úr forvitni yfir því hvað væri í pakkanum. „Þetta eru föt og mamma sagði að hann ætti að fara í þau núna strax, svo ég sjái hvort þau passi.“ Ennþá beið Ragnar vandræðalegur meðan fóstra tók utan af pakkanum, og kannski hefur okkur drengjunum þótt hún fara sér óþægilega hægt. Loks komu í ljós matrósaföt, alveg eins og þau sem Ragnar var í, og svipurinn á fóstru harðnaði, um leið og hún taut- aði kuldalega: „Er nú drengurnn minn ekki nógu fínn til að vera með ríka fólkinu?“ Kannski hugsaði hún upphátt, hún átti það til í einverunni á kvöldin, þegar hún var að kemba eða spinna ull, eða kannski hélt hún að tal hennar væri það lágt að Ragnar heyrði það ekki, en hann varð rauður í framan og á hálsinum, svo langt sem sást, og sagði: „Mamma bað mig að spyrja hvort hann megi koma og dansa með okkur kringum jólatréð.” Eflaust hefur mér fúndist fóstra vera sein til svars því ég spurði: „Klukkan hvað?” „Klukkan átta.“ Æ, æ, þama var ég að missa af rjúp- unum. „Af hverju ekki fyrr?” Ég var með trega í röddinni. „Mamma sagði að þú ættir að borða fýrst með mömmu þinni, svo hún borði ekki ein á jólakvöldi.“ Ragnar leit til mín ásakandi augum, en það hýmaði svipurinn á fóstru. Aftur á móti varð ég víst fylulegur, því nú missti ég af rjúpunum, en Ragnar hélt áfram að þylja skilaboð. „Mamma segir að þú eigir að fara heim klukkan tíu, ef þú mátt koma.“ „Núúúú, a... af hverju?“ Ég var með væluhljóð í röddinni, kannski var ég að fara á mis við eitt- hvað, en Ragnar hélt áfram sínu manna- lega tali: „Mamma segir að það séu líka jól héma, og engum þykir gott að vera einn á jólakvöldi.“ Ragnar leit til fóstm, sem komin var með broshýran svip, en ég var ekki alls- kostar ánægður. Ragnar hafði ekki komið með neitt leikfang handa mér, eins og ég hafði búist við, bara þessi föt, sem var reyndar ágætt, en hún var búin að klæða mig í þau og sagði: „Já, þau fara bara sæmilega, kannski aðeins of rúm en það er bara betra, erm- amar aðeins of langar, en ég bara brýt upp á þær, og skilaðu kæm þakklæti til hennar mömmu þinnar. Svo þarf ég víst ekki að ábyrgjast að strákurinn komi ekki á réttum tíma, hann passar það víst sjálfur.“ Og svo fór Ragnar í sinni óvenjulegu hæð og reisn, og hýrari á svipinn en hann hafði verið fyrir stuttu. Ég beið með óþreyju eftir að klukk- an yrði átta, eftir að hafa borðað flís af hangikjöti og slatta af rúsínugraut. Ég starði í sífellu á vísana, mikið lif- Heimaerbezt 597

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.