Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 30

Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 30
andis ósköp fóru þeir hægt, eða voru þeir bara að stríða mér. Loks stóðu þeir á þeim tölum sem ég hafði beðið eftir, og ég tók á sprett til Brekkugötu 10. Eg reyndi að gera mér hugmynd um hvemig jólatréð hjá Frúnni mundi vera. Það hlaut að vera miklu stærra en hjá flestum á Brekkugötunni og betur smíðað og náttúrlega miklu betur skreytt. Ég opnaði útidymar hjá Frúnni, því ég var ekki vanur að banka. Innri dymar vom opnar og ég stóð eins og staur með gapandi munn. Það var svo mikil geisl- andi birta að ég sá ekkert fyrir framan mig, og einhvers staðar í þessari geislandi birtu heyrði ég rödd Frúarinnar: „Komdu hingað til mín, elsku vinur, og lokaðu dyrunum.“ Ég lokaði hægt dymnum og gekk inn í ljósadýrðina, í þá átt sem ég heyrði rödd Frúarinnar. Loks náði hún í mig og dró mig í faðm sinn og kyssti mig á kinnina. „Vertu nú ekki feiminn hjartað mitt litla, þú átt að skemmta þér með okkur vinur.“ Þá leit ég í kringum mig í faðmi Frúar- innar. Allt í kringum okkur var fólk, sem horfði brosandi til okkar. Það vom ætt- ingjar og vinir (jölskyldunar á Brekku- götu 10. Ég var búinn að steingleyma hvað Fóstra sagði mér að segja til að þakka fyrir fötin. Frúin sat í djúpum, uppstoppuðum stól og strauk eftir mínum rauðhærða kolli og sneri mér í hring. „Fötin fara þér bara vel, vinurinn litli, sagði mamma þín þér ekki að kyssa mig fyrir.“ Ég mundi ekki hvað ég átti að segja, en ég teygði mig upp til að kyssa hana á kinnina, en hún hjálpaði til með því að lyfta mér upp. „Verði þér að góðu, vinurinn litli.“ Svo stóð hún upp, klappaði saman lófum og sagði með sinni skæra rödd: „Nú skulum við öll ganga í kringum jólatréð og allir eiga að syngja eins og þeir geta.“ Það voru sungin jólalög og jólasálm- ar, og hæst söng frúin með sinni skæru rödd. Ég söng ekkert, þó ég gæti vel sung- ið. Það var svo margt forvitnilegt að horfa á og skoða. Jólatréð var ekki smíð- að eins og önnur jólatré, nei, það var alvöru tré, lifandi tré, sem angaði svo dýrðlega. Það náði næstum upp í loft á stofunni og greinamar stóðu í allar áttir. A hverri grein vom mörg logandi kerti, fest með klemmum, og sum voru inn á milli greinanna. Af öllum þessuni kertum var þessi óhemju birta, sem ég áttaði mig ekki á í fyrstu. A greinunum voru líka fallegir bréfpokar, allavega litir og fullir af allskonar sælgæti. Þar héngu líka allavega litar glerkúlur, sem hægt var að spegla sig í, og svo vom líka epli og appelsínur þræddar á band og látin hanga í trénu. Bómull var stráð hér og hvar á tréð, sem átti að tákna snjó og það vom gylltir þræðir á víð og dreif um tréð. Ragnar sagði mér að þeir hétu englahár. Hér og hvar í trénu vora litlir ílangir pakkar og eins og með slaufu á endunum. Ragnar sagði að það héti knallettur, og tók einn pakka úr trénu og sagði mér að toga í endann á móti sér. Ég tók í endann og hann kippti honum úr hendi mér. „Haltu fast,“ sagði hann og ég gerði það. Þá kippti hann aftur í, og þá heyrð- ist hár hvellur og ótal, allavega smá hlutir hmndu á gólfíð. Hann sagði ég mætti eiga þá alla, og þá sprengdum við nokkrar hvellhettur í viðbót og ég mátti líka eiga þá hluti sem hmndu, ég tók bara þá sem komust í vasana mína. Nú gerði Frúin hlé á „Göngum við í kringum,“ svo fólkið gæti troðið í sig ávöxtum og alls konar sælgæti. Hún hlassaði sér niður í djúpa stólinn og stundi, því hún var svolítið feit. Svo teygði hún sig þar til hún náði taki á mér og dró mig að sér og strauk um minn rauða koll. „Jæja, vinurinn litli, nú ætla ég að leggja fyrir þig þraut, til að skemmta okkur. Þú átt að fínna húsbóndann í öllu þessu mannhafí.“ Ég var heppinn að geta haldið niðri í mér röddinni, að ég hafí ekki hrópað „húsbóndann!“ Ég hélt að það væri engin húsbóndi nema Frúin sjálf, það var ekkert pláss fyrir annan Húsbónda. Ég leit athugulum augum allt í kringum mig. I djúpum stóli í hominu á herberginu, sat maður með reykjarpípu uppi í sér. Þegar hann sá að ég starði á hann, þá tók hann píp- una út úr sér og brosti. Hann var með fætumar út á gólf, sem þýddi að hann var hár rnaður, og sko, Ragnar var eins og afsteypa af þessum manni. „I stólnum þama,“ sagði ég og það var hrópað og klappað um alla stofuna. Ég fór ekki heim klukkan tíu eins og frúin hafði ákveðið. Ég hafði gætur á klukkunni. Svo sýndi stóri vísirinn 10 og Frúin hélt áfram að skemmta sér með fólkinu. Ég var alitaf með annað augað á klukk- unni og hitt á Frúnni og áfram skreið stóri vísirinn þar til hann sýndi tuttugu mínútur yfír 10 og frúin hrópaði: „Almáttugur - Jesús minn, ég var búinn að gleyma honum.“ En ég vissi að frúin átti hvorki við almættið, eða Jesúsinn sinn, það var ég, sem var vandamálið, og ég þokaði mér til dyranna. „Bíddu aðeins elsku vinur,“ og hún lét aðra vinnukonuna fylla bréfpoka af ávöxtum og rétta mér, um leið og hún sagði: „Fáðu mömmu þinni þetta með kveðju frá mér, svo máttu koma aftur á morgun.“ Ég hélt vöku fyrir Fóstm nokkuð frameftir, meðan ég sagði henni frá allri dýrðinni sem ég hafði upplifað, nokkru, sem öðmm bömum birtist ekki fyrr en nokkmm áratugum seinna. Þetta var víst fyrsta alvöru jólatréð hér á landi, og meðan ég var að segja henni frá allri dýrðinni, geyspaði hún öðm hvom, svona til að tilkynna mér að hún væri enn að hlusta, svo sagði hún: „ Já, það hefur efni á að leika sér, þetta ríka fólk.“ Nokkru seinna hætti hún að geyspa og ég heyrði að andardrátturinn var orðinn með jöfnu millibili. Ég hélt áfram að hugsa um atburði kvöldsins, en ævin- týrið hélt áfram löngu eftir að ég var sofnaður. 598 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.