Heima er bezt - 01.12.2006, Side 32
Hér ég er að fásí við fljóð,
- Fjallkonuna góðu.
Stundum kom það fyrir að Elís varð að láta undan síga
fyrir erfíðum farartálma, er hann var að gera greiðfæran
veg á landi Fjallkonunnar:
Hún er eins og kona kæn
- kann víst stál að sverfa.
Þótt hún sýnist við mig vœn,
verð ég frá að hverfa.
Þegar Halldór Blöndal var samgönguráðherra, sendi Elís
Kjaran honum jólakveðju 1996, en hann virtist hafa áhuga
á að sjá Skútabjörgin, sem eru vægast sagt, hrikaleg. Þeim
kynntist ég í fylgd með Elísi, sem orti:
Hugsaðu málið, Halldór minn,
haltu því milli vina.
Eg veit að þetta er vegurinn,
sem varðar framtíðina.
Hér ég er að byggja braut
í baráttu við grunninn.
Sigurinn að þeirri þraut
er þegar að hálfu unninn.
Eins og fyrr var frá sagt, er Elís Kjaran Dýrfírðingur. Hann
yrkir fagurlega, að vonum, um heimbyggð sína:
O, Dýrafjörður, þú dregur nafnið
af dánumanni, erfyrst þig leit.
Hann las í brekkunum blómasafnið,
en byggði síðan í þínum reit.
Við Dýrafjörðinn er fjöldi blóma,
og fegurð meiri en orð fá lýst.
Þar fjöllin hljómana enduróma
í ótal bylgjum, já, það er víst.
Þú eignast síglaða syni og dœtur,
er sýna snilli af visku og dáð.
O, Dýrafjörður, um daga og nætur,
þig Drottinn blessi af sinni náð.
Hrafnseyrarheiði er oftast ófær um vetrartíma, vegna
snjóa. Þar ruddi Elís Kjaran, svo að fært yrði. Hann ort af
því tilefni:
Enn er ég kominn í Arnarfjörð,
ein var að fœðast staka.
Vonandi kemur vor um jörð,
svo vindarnir bræði klaka.
Klaka þelið þekur tún,
og þessa hlíðarslakka.
Fönnin nær af fjallabrún,
fram á mararbakka.
Veðurguð í vetrarönn
virðist fáu eira.
Bætir stöðugt fönn á fönn,
og finnst það vanti meira.
Að lokum eru hér hugleiðingar um ástina eftir Elís Kjar-
an. Hann hefur ort mikið um þessa eðlishvöt mannsins, sbr.
Ijóðabók hans, er nefnist „Nokkur kvæði og kitlandi vísur
að vestan“, sem gefín var út af Vestfirska forlaginu, 2002.
Verða bráðum vegir færir,
vinir hittast þar og hér.
Jafnvel sumir kossakœrir
konum þrýsta að barmi sér.
Margir vilja fá ogfinna
fullnægju í blossunum.
Astina þarf ekki að kynna;
enn hún býr í kossunum.
Eg hefí kynnt vísur og erindi, eftir Elís Kjaran Friðfínns-
son, frá Þingeyri við Dýraijörð.
Dægurljóð
Nú erum við komin að þeim tíma, sem jólamánuður nefn-
ist. Þá hellast yfir okkur bækur, sem kenndar eru við jól,
en eru flestar gleymdar á næstu jólum. Svona er tíminn
iðinn að jarða hið liðna. Það, sem hæst er talað um í dag, er
gleymt á morgun. Hver jól, sem við bætum við í lífi okkar,
eru ný reynsla, þó að fyrri jól séu flest gleymd. Gleymskan
er drjúgur þáttur í lífí okkar allra. Ef við myndum allt, sem
gerst hefur í lífínu, væri það óskemmtileg byrði að bera.
En víkjum að næstu jólum, sem vonandi verða ánægjuleg
hjá sem flestum. Eg er búinn að lifa mörg jól, en bemskujól-
in bera af, líkt og hjá mörgum. Einu sinni vom þau haldin
í bragga hjá mér, og minnist ég þeirra kannski sérstaklega,
vegna þess. Eg hef í HEB minnst þessara jóla. Konan, sem
konr þá óvænt með jólagjafir handa okkur, líður ekki úr
minni. Hún bar sannarlega birtu í braggann okkar. Líklega
ógleymanlegasta jólagjöfín.
Fagurt er jólaversið, sem sungið var fyrr á tíð:
Nálgast jóla lífsglöð lœti,
Ijúf með von og tilhlökkun.
O, sú gleði, ó sú kæti,
annað kvöld er verða mun.
Prýtt þá Ijómar listum með
Ijósum alsett jólatréð.
Nú gerast næturnar langar, því að skammdegið er að hell-
ast yfír okkur. Þá fínnst mér fara vel á því að birta ljóð
Jóhannesar úr Kötlum, er hann nefnir Næturljóð. Það birt-
600 Heima er bezt