Heima er bezt - 01.12.2006, Side 34
/ * / / r f i sl / / - / /Of (f t / / I /.. / / v XrCr l r l t ' / %Á/ [] Jón R. Hjálmarsson:
“ * ■ 1
Listin að spá
í það ókomna
Nú á dögum gera ýmsir það sér til gamans og sumir
í fyllstu alvöru, að lesa í lófa, spá í spil, kíkja í
kaffibolla, glugga í stjömuspár dagblaðanna eða
kanna ókomna atburði hjá kunnáttumönnum í stjörnuspeki.
Við þessa iðju leiða menn sjaldnast hugann að því að þar
með séu þeir að ástunda ævafom fræði sem mannkynið hafí
lagt sig eftir í einhverjum mæli frá því í grárri fomeskju.
En hversu fomt sem eitthvað í þessari list kann að vera,
þá má samt fullyrða að vagga þeirrar spáfræði sem mestar
sögur fara af í fomöld, hafi staðið í Mesopotamíu, þar sem
nú er hið stríðshrjáða land írak. En í fomöld vom þar ríkin
Assyría, Babýlonía og fleiri og þar varð það snemma fastur
liður í starfi presta og spámanna að kanna vilja guðanna og
segja fyrir hvemig dauðlegar manneskjur gætu best komist
hjá reiði þeirra með bænum og fómfæringum, breytni og
trúariðkunum. Starf prestanna var sem sé mest í því fólgið
að segja fólki hvað guðunum væri þóknanlegt og spá í það
ókomna. Vilja guðanna þóttust þessir fræðimenn sjá út frá
ýmsum ytri táknum og allt sem gerðist í lífi einstaklinga
og þjóða stóð í vissu orsakasamhengi við ýmis fyrirbæri
í ríki náttúmnnar. Þannig var það í Babylon viðurkennd
skoðun að kynnast mætti vilja guðanna og sjá fyrir örlög
manna með því að athuga vel stöðu og ásýnd hinna ýmsu
himintungla.
Það var einkum hjá Babyloníumönnum sem það var heil-
mikil vísindagrein að kanna tákn og fyrirboða sem ýmist
vom góðir eða slæmir. Um þessi fræði íjalla margir fleygr-
únatextar frá fomöld og sýna þeir ljóslega hversu mikilvæg
tákna- og spádómafræðin var í daglegu lífi fólks í forn-
aldarríkjunum við stórfljótin Evfrat og Tígris. Má raunar
segja að hvaðeina sem menn tóku sér fyrir hendur stæði
að einhverju leyti í sambandi við yfírnáttúrleg öfl. Hinir
fjölmörgu guðir í trúarbrögðum þessara fomþjóða höfðu
hver um sig sína spámenn og spákonur sem gátu sagt fyrir
um hið ókomna út frá táknum og fyrirboðum sem rannin
vom frá viðkomandi guðdómi. Spámenn, sem þannig töluðu
fyrir munn guðanna, nefndust véfrétt. Þá hafði líka sérhvert
musteri sérstakt afdrep eða helgidóm, sem mikil leynd hvíldi
yfír. Til þessara staða eða véfrétta leitaði síðan fólk með
spurningar sínar og vandamál og færði um leið musterinu
einhverjar gjafir. Meðal frægustu véfrétta í fornöld vom,
til dæmis, musteri guðsins Isthars í Arbela við Tígrisfljót
og véfrétt Ammons úti í eyðimörkum Egyptalands. Síðar
náði svo þessi átrúnaður útbreiðslu í Grikklandi, þar sem
véfréttin í Delfí öðlaðist sérstakan virðingarsess.
Spásagnalistin var af ýmsum rótum runnin, en þar sat þó
jafnan stjömuspáfræðin í fyrirrúmi. En ýmis önnur fyrirbæri
vom líka mikilvæg, svo sem veður og vindar, hegðun dýra,
flug fugla og sitthvað fleira. Einnig vom innyflaspár mikið
stundaðar og þá sérstaklega sú list að lesa út úr lifur fóm-
ardýranna. Sú spáfræði barst snemma til Evrópu og náði,
til dæmis, mikilli útbreiðslu hjá Rómverjum.
Stjömurnar skína skært á næturhimni Mesopotamíu, enda
er hann oftast skafheiður og því kjöraðstæður til að fylgjast
með gangi himintungla. Þar spratt líka upp hjá hinum fomu
Kaldeum eða Austurlandavitringum sú fræðigrein sem nefnist
Astrología eða stjömuspáfræði. Hjá þessum fræðimönnum
mynduðu himintunglin eins konar stafróf, sem lesa mátti
út úr um ókomna atburði og örlög manna. Spámenn þessir
settu hugtakið um að eitt og annað væri skrifað í stjömum-
ar upp í ákveðið kerfí, sem þeir einir kunnu að lesa úr. Af
himintunglum var máninn jafnan mikilvægastur og skipti
miklu máli hverju sinni hvar tunglið kviknaði og hvar það
kom upp eða gekk undir. Tunglmyrkvi þótt yfírleitt boða
eitthvað illt og það sama var að segja um rosabaug. Sól-
myrkvi var lika af hinu illa, en sólin skipti þó miklu minna
máli í stjörnuspáfræðinni en tunglið. Þá vom allar stjömur
himinhvolfsins taldar mikilvægar, en reikistjömumar vom
þó hvað áhrifamestar.
I stjömuspáfræðinni þróaðist snemma sú list að setja
upp stjömukort. Himinhvolfinu var þá skipt niður í tólf jafna
reiti eða hús, sem hvert hafði sérstakt tákn og kallaðist það
dýrahringurinn. Tákn þessi eða stjömumerki þessi heita, svo
sem kunnugt er: Hrúturinn, nautið, tvíburarnir, krabbinn,
ljónið, meyjan, vogin, sporðdrekinn, bogamaðurinn, stein-
geitin, vatnsberinn og flskamir. En þótt þessi spáfræði væri
602 Heima er bezt