Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 36
Áætlunarbifreiðin ffá Reykjavík nemur staðar fyrir neðan
læknissetrið að Sólvangi. Ungi læknirinn, Haukur Snær, stígur
út úr bifreiðinni. Hann tekur við ferðatöskum sínum hjá öku-
manninum, lyftir hattinum kurteislega í kveðjuskyni og gengur
upp afleggjarann heim að læknissetrinu.
Haukur Snær er ættaður úr Reykjavík. Hann hefúr nýlega
lokið embættisprófi í læknisffæði og er nú að byrja starf sitt
sem læknir. I sumar er hann ráðinn til að gegna embætti Sveins
læknis á Sólvangi, sem er á forum til Danmerkur.
Haukur gengur hægt heim að læknissetrinu, heillandi umhverfi
mætir augum hans. Iðgræn fjallshlíð, stórt rennislétt tún, alsett
fíflum og sóleyjum, sem vaggast mjúklega fyrir þýðum sunn-
anblænum, hvítt steinhús með grænu þaki og svölum á suðurhlið,
stór trjáa- og blómagarður sunnan við húsið. Staðurinn er fagur.
Hér hlýtur sumarið að vera dásamlegt.
Haukur nemur staðar heima við húsið. Sveinn læknir kemur
út og býður hann velkominn. Þeir ganga til stofu. Símskeytið,
sem Haukur sendi að Sólvangi um leið og hann lagði af stað
ífá Reykjavík, kom nógu snemma til þess að Ragnhildur, kona
Sveins, og Agnes, einkadóttir þeirra, gátu skreytt veizluborð í
beztu stofunni í tilefni af komu unga læknisins. Haukur sezt að
borðum með læknisfjölskyldunni. Hjónin eru ræðin og alúðleg,
og þau falla Hauki vel í geð. Unga læknisdóttirin situr á móti
honum við borðið. Hún spyr hann ffétta úr höfuðborginni, honum
er það ljóst, að hún er vefkunnug þar. Haukur leysir með ánægju
úr spumingum hennar og virðir hana fyrir sér á meðan. Hún er
töffandi ffíð, ffjáls og ófeimin.
Kaffidrykkjunni er lokið, læknamir standa upp ffá borðum og
ganga út. Sveinn sýnir Hauki staðinn. Þeir nema staðar austan
við húsið, en þar stendur einkabíll Sveins læknis. Sveinn lækn-
ir segir:
— Þennan bíl minn eigið þér að nota í sumar eftir vild, bæði
í þágu embættisins og til einkaþarfa.
— Þakka yður fyrir, það verður ntér sönn ánægja að mega
ferðast á honum um sveitina og skoða fegurð hennar í frístund-
um mínum.
— Þá ánægju skuluð þér líka veita yður eftir fongum. Hvemig
lízt yður á læknissetrið?
— Mjögvel.
— Ég vona, að yður leiðist ekki þessar vikur, sem þér dvelj-
ið hér.
Haukur brosir.
— Nei, hér leiðist mér ekki, ég hlakka til að starfa og njóta
sumarsins á þessum fallega stað.
Læknamir ganga inn á lækningastofuna. Sveinn afhendir Hauki
verkfæri, lyf og fleira viðkomandi starfí hans. Sveinn segir
— Ragnhildur kona mín er lærð í hjúkrun, henni hef ég falið
að aðstoða yður ef með þarf.
— Þakka yður fyrir, það er ágætt.
— Nú sem stendur em hér engir sjúklingar, en við höfiim
rúm fyrir tíu.
— Þetta virðist ekki vera stór verkahringur til að byija
með.
— Nei, ekki er hægt að segja það, en hérað mitt er nokkuð stórt
og útheimtir oft löng og erfið ferðalög við óblíða náttúm vetrarins;
á sumrin em allir vegir greiðir. Sveinn réttir Hauki höndina.
— Og nú fel ég starf mitt ömggur í yðar hendur, ungi vinur.
— Ég hef einlægan vilja á að bregðast ekki trausti yðar,
Sveinn læknir.
Læknamir kveðjast. Snemma að morgni ætlar Sveinn að leggja
af stað í utanfor sína. Ragnhildur fylgir Hauki upp í stórt og
vistlegt herbergi.
— Þetta á nú að vera einkaherbergi yðar í sumar, Haukur
læknir. Hún gengur að dymm, sem opnast út á svalimar og
lýkur þeim upp. - Hér hafið þér aðgang að svölunum hvenær
semþérviljið.
— Þakka yður fyrir. Það er góður kostur við þetta vistlega
herbergi.
— Ég vona, að yður geti liðið sæmilega vel í sumar héma í
fámenninu hjá okkur.
— Fámenninu kvíði ég ekki, það á vel við mig úti í sveita-
kyrrðinni.
— Það gleður mig að heyra. Góða nótt, Haukur læknir.
— Góða nótt, frú Ragnhildur.
Framhald í næsta blaði
604 Heima er bezt