Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 37

Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 37
Freyja Jónsdóttir: Hún sat á rúminu sínu og skoðaði sokkana sem hún var búin að prjóna. Rauðir stelpusokkar á fímm ára. Það var hvít rönd efst á stroffmu. Henni fannst röndin gera sokkana skemmtilegri. A rúminu var karfa full af alls- konar prjónlesi, húfur, vettlingar og treflar. Allt í skærum litum og allt á litla krakka. Bamabörnin og sérstaklega bama- barnabörnin, þetta vomjólagjafimartil þeirra. Barnabörn- in sem voru orðin stór og vildu ekki lengur heimaprjónað. En litlu krílin kunnu að meta það sem langamma prjónaði. Stundum, á rneðan hún bjó í íbúðinni sinni, bjó hún til alls konar fígúmr úr bandi, eins og litla hrokkna hunda. Þessi heimatilbúnu dýr veittu mikla gleði. Hún stoppaði við verkið þegar heyrðist stuna úr rúminu á móti. Það var meira hvað þessi mannvera gat lifað, sem vissi hvorki í þennan heim né annan. Með þessu varð hún að vera í herbergi og ekki hafði konan á undan verið hressari. Hún var dáin enda varla annað sem hafði legið fyrir henni. Þetta vom önnur jólin hér á Elli- og hjúkmnarheimilinu og hún hafði allan tímann þurft að deila herbergi með ann- arri konu. Kom hingað rétt fyrir jólin fyrir tveimur ámm þvert gegn sínum vilja. Var beitt þessum ógnar þrýstingi af bömunum. Þá sá hún nýja hlið á þeim sem hún þckkti ekki áður. Sú hugsun ásótti hana stundum að þau vildu losna við að hafa fyrirhöfn og áhyggjur af henni. Hún hafði þurft að gangast undir aðgerð á hnénu og var ýtt út af sjúkrahúsinu alltof fljótt. Verið að spara. Hún hafði það sterkt á tilfinn- ingunni, þó að það væri ekki beinlínis sagt við hana, að gamalt fólk ætti bara að vera á stofnun. Það var ekki pláss á endurhæfingarstofnunum enda var hún sögð of ósjálfbjarga til þess að hægt væri að taka við henni þar. Hún fór því heim í íbúðina sína og fékk húshjálp ef húshjálp skyldi kalla. Ekkert hægt að tala við manneskj- una og hún hafði lítið nema óþægindi af henni. Omögulegt að láta manneskjuna skilja hvaða tusku ætti að nota i hvert og eitt verk og hvemig hún ætti að þrífa parket og flísar. Eftir vinnubrögðum húshjálparinnar var eins og hún teldi mikið af vatni og sápu allra meina bót. Hjúkmnarkonan, sem fékk lykil að íbúðinni og átti að koma daglega til hennar, gleymdi henni oft eða var veik. Allt þetta hafði hrundið af stað elliheimilisvistinni. Núna dauðsá hún eftir því að hafa ekki reynt að skríða um gólfm heima heldur en að lenda á Elli- og hjúkmnarheimilinu. Þegar hún kom á þennan stað, hafði henni verið lofað að hún fengi sérherbergi og síðan íbúð um leið og einhver losnaði. Hún gengi fyrir með íbúðina og það ætti hún syn- inum að þakka, sagði forstjórinn. Hann talaði um að sonur hennar hefði oft staðið fyrir íjáröflun fyrir heimilið. Hún hafði því beðið róleg í hálft ár en nú vom þau orðin næst- um tvö árin. Hún var fyrir löngu búin að fá nóg. Hún hafði reynt að færa það í tal við bömin að hún vildi fara heim í íbúðina sína aftur. Svarið var alltaf það sama, hún vissi að íbúðin væri í leigu og hún fengi bráðum þjónustuíbúð. Það var látið fylgja með að það væri rniklu betra fyrir hana. Það var ekki farið að birta af degi þó að klukkan væri að verða níu enda að koma mánaðarmót nóv. des. A sunnudag- inn byrjaði jólafastan. Hún vissi að vistmenn, sem á annað borð eitthvað vissu í þennan heim, hlökkuðu til dagsins en mikið var gert til hátíðabrigða. Sjálf hafði hún lítið garnan af þeim skemmtiatriðum sem á boðstólum voru. Þegar stúlkan kom með hafragrautinn handa herbergisfélag- anum, eða öllu heldur sænginni, en venjulega fór megnið af grautnum í rúmið, þá læddist hún fram á gang. Ut um gluggann sá hún að verið var að koma upp risastóru jólatré á blettinum framan við húsið. Það var gott að sjá út en á herberginu sem hún var í var aðeins þakgluggi og útsýnið eingöngu til himins. Eins og það væri verið að minna hana Heima er bezt 605

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.