Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 39

Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 39
Ingibjörg Sigurðardóttir: „Ég þakka þér fyrir, Svanhvít“, segir hann lágt. „Þaó er ekkert að þakka, Gunnar. Ég vona að sárið grói fljótt“. „Já, Svanhvít, þetta sár grær fljótt, fyrst þú leggur smyrsli á það“. Hún svarar engu, en rödd hans býr yfir því seiðmagni, sem kemur blóði hennar til að streyma örar. Hún snýr sér að borðinu og lagfærir ýmsa smáhluti, sem liggja þar. En rödd hans hljómar brátt í eyrum hennar á ný og hann segir: „Veizt þú hvar fötin mín em, sem ég var í þegar ég kom hing- að?“ „Já, Anný ráðskona héma tók þau til lagfæringar“. „Skyldi vasabókin mín hafa glatazt, hún átti að vera í brjóstvas- anum á jakkanum“. „Nei, vasabókin þín glataðist ekki, hún datt úr jakkavasanum, þegar ég ætlaði að færa hin sjóvotu klæði þín héðan úr stofunni. Og ég tók hana til varðveizlu“. „Ég þakka þér fyrir, Svanhvít, það var ágætt, ég hefði síður viljað tapa henni“. Svanhvít nær í vasabókina og fær Gunnari hana. Hann opnar bókina og brosir viðkvæmt. „Blómin mín em þá enn á sínum stað“, segir hann. Svo sýnir hann Svanhvíti hina fölnuðu rós og gleymmérei, sem vasabók hans hefui' að geyma. „Á ég að segja þér, úr hvað garði þessi blóm em, Svanhvít?“ „Já, segðu mér það, em þau kannski sprottin úr íslenzkri mold?“ „Vissulega em þau íslenzk eins og við, og fengu líf sitt og feg- urð í garðinum þínum heima á Fjalli. Faðir þinn gaf okkur Ara, félaga mínum og mér, rós og gleymmérei í jakkahomið, sólfagra sunnudaginn, sem við komum í heimsóknina að Fjalli forðum“. „Og þú hefur varðveitt þau síðan“. „Já, Svanhvít, öll þessi ár hafa þau legið fölnuð við brjóst mitt, blómin úr garðinum þínum, rós og gleymmérei — geymst þar til minningar um þig. Þau hafa siglt víða um höf og víða komið í höfh, en aldrei glatazt“. „En ég hef ekkert átt til minningar um þig, Gunnar, ekki einu sinni fölnaða rós né gleymmérei“. „Heföir þú varðveitt slíkar menjar á svipaðan hátt og ég hef gert, Svanhvít?“,Já, Gunnar“. ,JVfanstu þá enn sumarkvöldið í árhvamminum fagra?“ , Já, Gunnar, ég man það, og ef til vill hefi ég geymt endurminn- ingu þess á svipaðan hátt og þú fölnuðu blómin þín“. „Er þetta draumur eða veruleiki?" Hún brosir. „Ég held að við séum bæði böm veruleikans á þessari stundu“. Hann réttir henni hönd sína. „Svanhvít“, hvíslar hann. Hún leggur hönd sína í hina útréttu hönd hans, og augu þeirra mætast, tvær elskandi sálir verða eitt í helgri þögn. Gunnar Þórarinsson skipstjóri situr við dagstofugluggann á Strandbænum og horfír fram á hið víða haf, lognkyrrt og sólglit- að. Hinn hrausti líkami hans hefur nú affur náð sínum fyrri styrk- leika, og sárið á handlegg hans er að mestu gróið. Úti við grynn- ingamar sjást engin verksummerki um hið strandaði skip hans, það er með öllu horfið í hafið. En endumiinningar liðinna ára streyma fram í vitund hins unga skipstjóra, og kalla ffarn ýmsar ægilegar myndir af viðskiptum hans við hið volduga haf. Hann hefur víða farið á vegum þess, og oftar en einu sinni komizt í lífsháska. En ávallt verið fengsæll. Sjálfúm hefúr honum f undizt hann vera útlagi. En nú er þeim þætti í lífi hans lokið. Örlagadísirhamingjunnarhafa gefið honum allt, sem hann þráöi. Gunnar hrekkur skyndilega upp úr þessum hugleiðingum sínum. Dagstofuhurðin opnast og herra Fjallström gengur inn í stofúna. „Góðan daginn, herra skipstjóri“, segir hann glaður og alúðleg- ur. „Hvemig er heilsan?“ „Þakka yður fyrir, ég hefi þegar náð fullkomnu heilbrigði á Heima er bezt 607

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.