Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 40
„Það eru góðar fréttir, eftir svo skamman tíma“.
„Ég hefi alltaf verið mjög hraustur, og svo hefi ég haft frábæra
hjúkrun“.
„Já, fröken Svanhvít er einstök í sínu starfi, mikilhæf og sam-
vizkusöm. Ég þakka það hennar nákvæmu hjúkrun, hve móðir
mín náði fljótt heilsunni aftur“.
Herra Fjallström tekur sér sæti og segir svo brosandi:
„Þér emð nú búnir að dvelja hér í meira en viku, herra skip-
stjóri, og ennþá veit ég ekki hvert nafh yðar er, eða hverrar þjóðar
þér eruð“.
„Nei, ég hefi ekki ennþá kynnt mig fyrir yður, herra Fjallström.
Þó hafið þér bjargað lífi minu. Ég heiti Gunnar Þórarinsson og
er Islendingur“.
„Jæja, svo þér emð þá frá Islandi eins og Svanhvít hjúkrunarkona.
Það var skemmtileg tilviljun að þið skylduð mætast hér“.
, Já, herra Fjallström, það á ég yður að þakka. Þér björguðu lífi
mínu, og einnig félaga minna“. Gunnar rís á fætur og réttir herra
Fjallström hönd sína.
„Með fátæklegum orðum vil ég tjá yður dýpsta þakklæti mitt
fyrir þá fómfúsu hetjudáð yðar, herra Fjallström“.
,J»að er mér sjálfum dýrmæt gleði, að svo giftusamlega skyldi
takast með björgun ykkar félaganna, og ég óska ykkur öllum heilla
í framtíðinni, herra skipstjóri“.
Þeir takast innilega í hendur.
„Ég þakka yður fyrir, herra Fjallström. En ég hef nú notið gestrisni
yðar í meira en viku og finnst tími til kominn að hugsa til brott-
ferðar héðan. Hvemig er það með ferðir til borgarinnar?“
„Héðan em engar fastar ferðir til borgarinnar, en ég skal aka
með yður þangað, hvenær sem þér óskið þess. Annars er yóur
velkomið að dvelja hér lengur, herra skipstjóri“.
„Ég þakka yður fyrir það, herra Fjallström, en nú þarf ég að fara
að ganga fra mínum málum. Hvemig stæði á hjá yður að flytja
mig til borgarinnar á morgun?“
.Ágætlega. Svanhvít hjúkrunarkona er einnig á förum héðan.
Ég geri ráð fyrir því að hún verði okkur samferða á morgun.
En hafið þér nokkuð skoðað yður um hér á Strandbænum, herra
skipstjóri?"
,JMei, ég hef varla komið hér út fyrir dyr“.
„Þér hefðuð kannski gaman af að skoða hið foma ættaróðal
mitt?“
, Já, vissulega hefði ég gaman af því“.
Þeir rísa á fætur og ganga saman út úr dagstofunni.
Björt, heiðrík haustsól ljómar yfir Strandbæinn. Einkavagn herra
Fjallström stendur fyrir utan húsdymar, albúinn til ferðar í borg-
ina. Svanhvít hjúkmnarkona hefur lokið viö að búast ferðafötum
sínum, og kemur niður í forstofuna með farangur sinn. Þar mætir
hún ffú Fjallström. Gamla ffúin tekur undir arm hennar og leiðir
hana með sér inn í dagstofuna. Svo lokar hún dyrunum á eftir
þeim og segir klökkum rómi:
, j>á emð þér nú á förum héðan, góða mín“.
, Já, frú Fjallström, nú fer ég senn að hugsa til Islandsferðar“.
„Ég færi yður mitt bezta þakklæti fyrir vem yðar hér. Ég mun
aldrei gleyma hlýju, mjúku hjúkmnarhöndunum yðar, og ég óska
yður allrar blessunar í ffamtíðinni“.
Frú Fjallström gengur að stofuborðinu, tekur mjög skrautlega
stundaklukku, sem stendur þar, og réttir Svanhvíti hana.
„Þessa klukku skuluð þér eiga til minningar um vem yðar hér
á Strandbænum, hún á að mæla gæfuríka daga yður heima á
Islandi“.
Svanhvít tekur við hinni veglegu gjöf og réttir ffú Fjallström
hönd sína í innilegu þakklæti. En gamla ffúin dregur hana að sér
og þrýstir hlýjum kossi á vanga hennar.
„Guð blessi yður“, hvíslar hún og strýkur burt glitrandi tárperl-
ur, sem hoppa niður vanga hennar. Svo fylgir hún Svanhvíti ffam
úr stofiinni aftur.
1 forstofunni mæta þær herra Fjallström og Gunnari skipstjóra.
Svanhvít sýnir þeim hina góðu gjöf gömlu ffúarinnar, og þakkar
herra Fjallström einnig fyrir hana. Hann tekur þakklæti hennar
brosandi, en gengur svo inn í einkaherbergi sitt. Þar dvelur hann
nokkur andartök, en kemur svo aflur fiam í forstofúna með fag-
urlega gert málverk af Strandbænum, sem hann réttir Gunnari
skipstjóra, um leið og hann segir:
„Viljið þér þiggja þetta málverk af mér til minningar um komu
yðar hingað, herra skipstjóri?“
, Já, herra Fjallström, og þessa veglegu gjöf mun ég varðveita.
Ég færi yður mitt bezta þakklæti fyrir hana“.
Gunnar tekur við málverkinu og þrýstir hönd herra Fjallström
í djúpri þökk og virðingu.
Frú Fjallström fylgir ferðafólkinu út að vagninum og kveður það
með klökkum innileik. Fólkið stígur inn í vagninn og hann ekur
af stað. En gamla ffúin stendur kyrr úti og horfir á eftir vagninum,
þar til hann hverfur henni inn í faðm fjarlægðarinnar. Þá strýkur
hún hönd sinni yfir augun og gengur aftur inn í húsið.
Hið bláa, víða Atlantshaf ffeyðir fyrir stefni. Fleyið vaggar mjúk-
lega á lognkynum bárum þess. Þunn húmslæða hins hljóða haust-
kvölds hjúpast um himin og sæ, tunglið ljómar í fylling sinni í
hinu óendanlega djúpi himinblámans.
Svanhvít Amadóttir hjúkmnarkona og Gunnar Þórarinsson skip-
stjóri standa hlið við hlið á þilfari hins stóra millilandaskips, sem
siglir heim til Islands, og horfa þögul um stund út í hina auðugu
dýrð haustkvöldsins. Svo bendir Gunnar skyndilega fram fyrir
skipið og iýfur þögnina:
„Sérðu ísland, Svanhvíf‘, hvíslar hann.
, Já, Gunnar“, svarar hún fagnandi rómi. „Ég eygi fagra landið
okkar rísa úr sæ. Fjöllin tignu og snæviþöktu, sem bera við hinn
heiðbláa himin“.
„Ekkert land er fegurra á jörð en fóstur- og ffamtíðarlandið
okkar, Svanhvít. Þar vil ég una ævi minnar daga, eins og nafni
minn forðum. Nú hef ég öðlazt allt sem ég þráði, ástin mín“.
Hann leggur arminn yfir herðar Svanhvítar og hallar henni að
barmi sínum. Þau horfa þannig í sælli leiðslu út í fegurð umhverf-
isins. En í heimi endurminninganna eygja þau skrúðgrænan, ang-
andi árhvamm, í einni fegurstu sveit á Islandi. Þar mættust hjörtu
þeirra í fyrsta sinn 1 helgidómi sumarkvöldsins. Þau elska þann
stað, hann er þeim heilög jörð.
Hið hraðskreiða fley færist óðfluga nær hinni langþráðu, íslenzku
strönd, og hinn bjarti fjallafaðmur býður sín hamingjusömu böm
velkomin af hafi.
Sögulok.
608 Heima er bezt