Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1940, Blaðsíða 9

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1940, Blaðsíða 9
BLYSIÐ 7 manns, en hann á að hafa sta<> ið i múlanum skammt fyrir of- an skálann. Boðhlaupskeppni milli stj'órna Nemendafélagsins og Bindindis- félagsins fer fram á íþróttamóti skólans í niæstu viku. Keppnin verður mjög hörð, enda miklir hlaupagarpar i stjó'rnum fé'.ag- anra. I sveit Bindindisfélagsins verðia Jón Emils, Friðrik Sigurbjörns- son, Jóhann Gíslason og Ásm. Brekkan. I sveit Nemendafélags- ins verða Jónas Jónasson, Jón- as Pálsson, Ari Guðmundsson og Sverrir Jónsson. Nýlega fór fram sundkeppni milli 1. bekkjar A og 1. bekkja B, C, D. Keppni þessi var mjög hörð og spennandi, og áttu A bekkingar við ofurefii að etja. En þó undarlegt sé, báru þeir sigur úr býtum. Það væri mjög æskilegt að fleiri bekkir færu að dæmi 1. bekkjar, því að það yrði ti! þess að bæta og styrkja sundkappliö skólans. Þann 11. desember síðastlið- inn fór fram í Sundhöll Reykjavíkur hin árlega boðsund- keppni milli skóla bæjarins, sem stúdentaráðið gengst fyrir. Með- al þeirra 8 skóla, sem tóku þátt í mótinu, var Gagnfræðaskólinn í Reykjavík Keppendurnir frá okkar skóla urðu númer 5, Fyrstur varð Háskólinn, 2. Iðn- skólinn, 3. Verzlunarskólinm, 4. Menntaskólinn, 5. Gagnfræðaskól- inn í Reykjavík, 6. Gagnfræða- skóli Reykvíkinga, 7. Sjómanna- skólinn, 8. Kennaraskólinn. Þetta er mjög góð frammi- staðia hjá okkur, þegar tillit er tekið til þess, að aðeins fyrstu bekkingar njóta sundkennslu, og meiri hluti okkar var úr 1. bekk. íþróttamót. Hið árlega íþróttamót, sem skólinn gengst fyrir, verður hald- ið í næstu viku. Úrslit á síðasta móti urðu þessi: 80 metra hlaup. 1. Jón Emiis 10,4 sek. (10,2). 2. Jón Ingimarss. 10,5 (10,4). 3. Sve rir Kjartanss. 10,5 (10,1). (Tölurnar í sviganum er tími nemenda í undanrás). 2i0 metra hlaup. 1. Sverrir Kjartansson 26,2. 2. Jón Emils 27,1. 3. Gunnar Símonarson 29,5. Langstökk. 1. Jón Björnsson 5,05 mfr. 2. Ingi R. Helgason 4,83 mtr. 3. Pórður Jörundsson 4,75 mtr. Þrístökk. 1. Sig. Magnússon 11,16 mtr. 2. Jón Emils 10,63 mtr. 3. Jón Ingimarsspn 10,55 mtr.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.