Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Síða 3
REYKJAVÍK - JÚLÍ 1955
2. TÖLUBLAÐ - 6. ARGANGUR
10 ÁJRA AFMÆLI FYMSTA ÍSLENZKA
MILLILANDAFLUGSINS MEÐ FARHEGA
KATALÍNAFLU GBÁTU R FLUGFÉLAGS
ÍSLANDS FÓR FYRSTU FERÐINA TIL
SKOTLANDS 11. JÚLÍ 1945.
„Það má óhætt fullyrða, að þessi dagur sé einn
af merkari dögum í sögu samgöngumála íslendinga.
Þegar flugbáturinn kom í gær, var fyrstu farþega-
flugferð milli íslands og útlanda lokið. Flugbátur-
inn kom hingað kl. 17,01, en frá Largs í Skotlandi
lagði flugbáturinn af stað kl. 11,01. Var því flogið
hingað á 6 klukkustundum." Svo skýrir eitt dagblað-
anna í Reykjavík frá heimkomu Katalínaflugbáts
Flugfélags íslands þann 12. júlí 1945 úr fyrstu far-
þegaflugferð íslenzkrar flugvélar milli landa.
Líklegt má telja, að þessi frétt hafi drukknað
hjá öllum þorra manna innan um það mikla frétta-
flóð, sem fyllti blöðin hér heima um þetta leyti.
Þá voru forsíðufregnir af komu „Esju“ til Reykja-
víkur með yfir 300 íslendinga, sem dvalið höfðu
stríðsárin á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Okkar
vinsæli Stefanó Islandi ætlaði þá að fara að halda
söngskemmtun í fyrsta skipti síðan fyrir stríð. Páll
Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ í Færeyjum var
þá staddur hér á landi og ræddi í einu dagblaðanna
um, að F'æreyingar myndu brátt taka upp sjálfstæð-
ismál sitt. Þá var einnig talað um að senda herlið til
eyjanna. Og svo var fyrstu síldinni landað hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Það voru
10 skip, sem lönduðu 3822 málum síldar, og þetta
var einmitt sama morguninn — þann 11. júlí 1945,
— sem eitthvað óvenjulegt var á seiði við flughöfn-
ina í Skerjafirði. Meðan vel flestir Reykvíkingar
sváfu værum svefni var í óða önn verið að undir-
búa brottför Katalínaflugbáts Flugfélags íslands,
sem lá við festar úti á firðinum. í þetta skipti var
ferðinni ekki heitið norður til Akureyrar, eða vest-
ur á Firði, því nú átti að kanna nýjar og ótroðnar
leiðir, fyrir íslenzkar flugsamgöngur.
DRAUMUR RÆTIST.
Um borð í Katalínaflugbátnum, sem bar ein-
kennisstafina TF-ISP, síðar nefndur „Sæfaxi“ og
þó öllu oftar „Pétur“ eða „Gamli Pétur“, höfðu
fjórir farþegar komið sér fyrir í sætum og áhöfn
flugbátsins, alls sex manns, var sem óðast að búa
sig undir flugtak. Siglingafræðingurinn hafði áætl-
að flugtímann til Largsflóa í Skotlandi um sex
klukkustundir.
Á slaginu kl. 7,27 sveif flugbáturinn upp af
Katalinaflugbátur F. í. nýlentur á Largsflóa í Skotlandi.
FLUG
1