Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Page 8
arsson, kaupsýslumenn í Reykjavík, og svo Robert
Jack, sem seinna varð prestur í Grímsey, en mun
nú vera þjónandi hjá íslenzkum söfnuðum vestur
í Kanada.
Hvað gátuð þið svo gert til dœgrastyttingar á
leiðinni?
Okkur þótti einna verst að geta ekki kveikt í
sígarettu um borð í flugbátnum, en það var okkur
forboðið mestan hluta leiðarinar, þar sem benzín-
birgðir voru miklar til ferðarinnar og ekki áhættu-
laust að vera með eld á lofti. Annars leið tíminn
furðu fljótt, og fannst manni maður vera í örugg-
unt höndum hjá þessum íslenzku flugliðum, sem
stjórnuðu flugbátnum. Áhöfnin bar fram veiting-
ar á leiðinni, þannig að maður kom ekki með
tóman magann til Skotlands. Flugveður á feiðinni
var gott, og þegar lent var í Largs, var þar sólskin
og blíða.
Hvernig var aðkoman til Skotlands að öðru leyti'?
Ég minnist þess, að í Largs tóku á móti okkur
yfirmenn úr brezka flughernum, og buðu þeir
fyrstu íslenzku flugvélina velkomna til Bretlands.
Okkur var síðan ekið til Prestvíkur, en þar skild-
ust leiðir sumra okkar. Hélt ég ferðinni áfram til
Sheffield, en þar þurfti ég að gegna viðskiptaerind-
um. Síðar heimsótti ég London og fleiri borgir í
Bretlandi, en aðkoman fyrir ferðamenn var þá ekki
sem bezt þar í landi, enda víða ljótt að litast um
eftir loftárásir.
Hvað vilduð þér segja okkur meira um þessa
fyrstu millilandaflugferð okkar íslendinga?
Ég vildi skjóta því hér inn, að brezka sendiráðið
í Reykjavík var mjög hjálplegt og sýndi mér marg-
háttaða aðstoð við útvegun ýmiskonar skilríkja,
sem ég þurfti að fá með stuttum fyrirvara. Þá get
ég ekki látið hjá líða að lýsa ánægju minni yfir því
að hafa haft tækifæri til að fljúga með íslenzkri
flugvél mannaðri íslenzkri áhöfn milli íslands og
annnarra landa. Og svo þetta að iokum: Mér fannst
sem þessi fyrsta flugferð spá góðu um áframhald
flugsamgangna milli íslands og útlanda. Þetta hefur
síðan komið svo sannarlega á daginn, en ég er þess
þó fullviss, að engan okkar, sem fóru þessa ferð fyrir
tO árum, hefur látið sig dreyma um allar þær stór-
stígu framfarir, sem orðið hafa í flugmálum okkar
íslendinga síðan. Þær ganga kraftaverki næst. Á þess-
um tímamótum vildi ég svo óska Flugfélagi íslands
og starfsliði þess til hamingju með brautryðjenda-
starfið í millilandaflugi Islendinga, og vona ég, að
íslenzkar flugsamgöngur megi sem bezt dafna í
framtíðinni. ns.
HÆST-HKAÐAST
Bell XIA.
Myndin sýnir flugvélina Bell XIA, sem hæst hef-
ur flogið og hraðast allra flugvéla. Hún er í eigu
bandaríska flughersins og hefur verið notuð í til-
raunaskyni.
Bell XIA er knúin rakettuhreyfli og getur aðeins
flogið í örfáar mínútur, unz eldsneytið þrýtur.
Henni er komið fyrir undir kvið B-29 sprengjuffug-
vélar, sem flýgur með hana upp í 30..000 feta hæð,
þar sem henni er sleppt lausri eftir að hreyfill henn-
ar hefur verið ræstur. Þegar eldsneytið þrýtur, svíf-
ur flugvélin svo til jarðar og lendir eins og aðrar
flugvélar á flugvelli.
Mestur hraði, sem Bell XIA hefur náð, er 1640
mílur á klukkustund (2.600 km.), meira en tvö-
faldur hljóðhraði, en hæst hefur hún komizt í
93.000 feta hæð (rúml. 30 km. hæð).
Þótt engri annarri flugvél hafi tekizt að ná slík-
um árangri, eru þetta þó ekki talin löggild met,
þar sem skilyrði fyrir því að met séu staðfest, er að
flugvél hefji flugið fyrir eigin orku. Engu að síð-
ur eru þetta merkilegir áfangar í þróunarsögu flugs-
ins og sýna ljóslega hve stórstígar framfarir hafa
orðið frá fyrsta flugi Whright-bræðra fyrir hálfri
öld.
6
FLUG