Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 17

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Qupperneq 17
7 FBA STAMFSEMl FLUGFELAGS ISLANDS Flugfélag íslands hefur í sumar hafið áætlunar- ferðir til þriggja nýrra staða erlendis — Glasgow, Stokkhólms og Hamborgar. Fyrsta flugferðin til Glasgow var farin 7. maí, til Stokkhólms 13. maí, og Hamborgarleiðin var vígð 15. júní. Gestum var boðið héðan að heiman, bæði til Stokkhólms og Hamborgar, í tilefni af opnun flugleiðanna milli Reykjavíkur og þessarra borga. Þá hafa sænskir og þýzkir blaðamenn heimsótt Island í boði Flugfélags íslands, og hefur í því sambandi verið skrifað mik- ið um ísland og íslenzk málefni í blöð, bæði í Svíþjóð og Þýzkalandi. Ýmsir hinna erlendu blaðamanna hafa íurðað sig á hinni öru þróun, sem orðið hefur í flugmál- um' okkar liin síðari ár. Bert Ibring, blaðamaður við Stokkhólmsblaðið Morgon-Tidningen, sem var einn í hópi sex sænskra blaðamanna, sem Flugfélag íslands bauð hingað til lands, er félagið hóf reglu- bundnar flugferðir til Stokkhólms, segir m. a. í grein, sem hann hefur ritað í blað sitt: „Menn verða að ferðast til íslands til að kynnast flugvél- um sem alþýðlegu samgöngutæki. Þar ferðast ar- lega þriðji hver íbúi með flugvélum. Flugfélag ís- lands, sem annast allt innanlandsflug, kallar sig, með hliðsjón af þessu heimsmeti, „stærsta litla flug- félag í heimi.“ Fyrirsögnin í grein Ibrings á for- síðu í Morgon-Tidningen er svohljóðandi: „Ein- stætt heimsmet — íslendingar eru mesta flugþjóð í heimi." Hann heldur áfram og segir m. a.: „Komið um eins og t. d. Douglas DC-3. Þó var að sjá sem rafknúinn mótor aftast. í vélinni væri til að létta undir með hreyfingu liæðarstýrisins. Eftir því, sem bezt er vitað, hefur aðeins ein flug- vel verið smíðuð stærri en Convair XC-99, nefni- lega Hercules-flugbátur — Howard Hughes, sem hafði átta hreyfla og var að öllu leyti úr tré. Hann flaug aðeins einu sinni í örfáar sekúntur, en er nú ekki við líði lengur. Myndirnar, sem hér fylgja með af Convair XC-99, voru teknar á Keflavíkurflugvelli af Karli Eiríks- syni flugmanni og R. T. Wall flugvélaeftirlits- manni. á flugvöllinn í Reykjavík. Flugstöðin er látlaus bárujárnsbygging. Þar bíður alls konar fólk. Þér sjáið kaupsýslumenn og skemmtiferðamenn innan um sjómenn og hæglátar bændakonur. Þér takið yður far með flugvél til austurhluta eyjarinnar og setjizt við hliðina á skólabörnum og húsmæðrum, sem virðast hafa farið til höfuðstaðarins til að kaupa til búsins. Allt er þetta alþýðufólk. I flugvélinni er ekki einn einasti maður, sem þér mynduð telja tilheyra „yfirstétt“. Brátt eruð þér kominn á loft. Þetta er spennandi flugferð yíir stórfenglegt lands- lag. Hraun, kulnuð eldfjöll, Hekla, Vatnajökull. En fólkið í vélinni sökkvir sér niður í blöðin, sem flugfreyjan útbýtir. Einstaka skólabarn lítur út um gluggann, en bandarísku hasarblöðin virðast hafa Flugmálastjóri Skotlands býður Örn Ó. Johnson, frkvstj. b. /., velkorninn lil Renfrewflugvallar í fyrstu ferðinni þangað. FLUG - 15

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.