Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Síða 25

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Síða 25
skýlisleigu fyrir flugvél sína í 48 klst. í framandi landi. Til eflingar einkaflugi og íþróttaflugi veitti F.A.I. árlega verðlaun eða heiðursskjal fyrir unnin afrek. Gullmerki F. A. I. er æðsta heiðursmerki, sem sambandið veitir, og er það veitt árlega mönnum, sem lagt hafa flugmálunum mikið lið til þroska á einn eða annan hátt. Meðal þeirra, sem hlotið hafa gullmerkið, eru: Lindbergh, Balbo, dr. Eckener, Wiley Post, Sikorsky, Frank Whittle og Doolittle svo nokkur fræg nöfn séu nefnd. ÞA er að geta þess, að hörð barátta hefur verið háð um ýmsa verðlaunagripi, sem F. A. I. átti óbein- línis hlutdeild í með reglum um kappflug. Má þar m. a. nefna Schneider-styttuna, sem veitt var fyrir unnin afrek með sjóflugvélum. Til þess að flug-met geti öðlast staðfestingu verða þau að gerast innan vébanda F. A. I., þ. e. a. s. á vegum viðkomandi flugmálafélags, sem er fulltrúi sambandsins. Að öðrum kosti fást metin ekki stað- fest. Það er eitt af aðalverkefnum F. A. I. í dag að rannsaka, hvernig endurvekja megi á ný þann áhuga, dugnað og frjálsræði, sem einkenndi einkaflugið fyr- ir seinni heimsstyrjöldina. En ljóst er, að styrjöld- in hjó nærri þessum eigindum og skildi eftir sig sár, sem enn eru ekki gróin. En meginverkefni F. A. I., og það sem höfuðáherzlan er lögð á, er að örfa æskuna til beinnar þátttöku í fluginu og gera það að ævistarfi. Meðfram þessu vonast F. A. I. einnig til að geta komið á aukinni fræðslu um flugmál meðal almennings og styrkja á þann hátt trú manna á flugsamgöngum. F. A. I. hélt mikla ráðstefnu og fagnað í París í júnímánuði til að minnast hálfrar aldar af- mælis síns. Flugmálafélag íslands er eitt af 50 sam- bandsfélögum F. A. f., og sýndi flugmálastjóri, hr. Agnar Kofoed Hansen, félaginu þá velvild að mæta fyrir þess höncl á þessari ráðstefnu F. A. I. „Jteja, mikið var að cg fckk hann til að stökkva." ________I- ________ KAUPIÐ Jlug ÚTBREIÐIÐ Jlug

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.