Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 8

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 8
Jón Eyþórsson setti iundinn, stjórnaði honum og lýsti með nokkrum orðum markmiði fundar- boðenda. Því næst flutti Agnar Eldberg Kofoed-Hansen erindi um nauð- syn félagsstofnunar til þess að greiða fyrir því, að flugmálum Is- lands yrði komið í horf. Tók hann fram að félagi því, sem hér væri verið að stofna, væri ekki ætlað að annast verklegt flug. Þá gerði hann grein fyrir stefnuskráratriðum í uppkasti því að bráðabirgðalög- um, sem fundarboðendur lögðu fram, en sem samið hafði verið af þeim fjórum íslenzku flugmönn- um, sem nú eru búsettir i Reykja- vík. Að lokinni ræðu Agnars Eldberg Kofoed-Hansen bar Jón Eyþórsson fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að stofna Flugmálafélag íslands." Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Nokkrar umræður urðu um það, hvort ganga skyidi frá samþykkt- um félagsins á þessum fundi. Var [jað að samráði að gengið yrði frá bráðabirgðalögum fyrir félagið og kosin stjórn á fundinum. Fara samþykktirnar hér á eftir eins og frá þeim var gengið á fund- inum: Samþykktir Flugmálafélags Islands. 1. gr. Félagið heitir Flugmálafélag ís- lands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að sameina menn með skilning og áhuga á flugmálum í eina sterka heild og efla áhuga á flugsamgöngum hér á landi og til annarra landa. 2. Að halda uppi útbreiðslustarf- serni um almenn flugmál með JiVÍ a. að stofna til málfunda og fyrirlestra um almenn flug- mál og flugvísindi, b. að gefa upplýsingar og veita fræðslu um allt, er að flugi og flugtækni lýtur. Einnig að gefa félagsmönnum tæki- færi til að kynna sér flug- mál með lestri erlendra flug- málatímarita og þegar ástæð- ur leyfa, gefa út innlent flugtímarit, þótt ekki kæmi út nema einu sinni á ári. 3. Að annast móttöku erlendra flugmanna og flugvísinda- manna. 4. Að starfa að flugmálum vorum sem fulltrúi íslands í „Federa- tion Aironautique Internation- ale“. 3. gr. Félagar geta allir orðið, sem und- irrita lög og skuldbindingar félags- ins og greiða fimm kr. inntöku- gjald. Félagsheildir, sem vinna að flugmálum landsins á virkan hátt, geta fengið upptöku í félagið. Ársgjald ákveður aðalfundur fyrirfram fyrir hvert starfsár fyrir sig. Ævifélagar verða Jjeir, sem greiða kr. 200 í eitt skipti fyrir öll. 4. gr. Aðalfundur félagsins skal hald- inn í marzmánuði ár hvert. Skal til hans boða skriflega með viku íyrirvara. Á aðalfundi gefur stjórnin skýrslu um starf og hag félagsins á síðasta ári, leggur fram endur- skoðaða reikninga til samþykktar. Þar er kosin félagsstjórn og þau mál rædd, sem fyrir liggja. Aðal- fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað, þó má ekki breyta félagslögum, nema helmingur fé- lagsmanna gjaldi því samþykki. Ef færri en helmingur félagsmanna er mættur á félagsíundi, skulu Stofnfélaéar. 74. T. R. Magnússon, Templarasundi 3. 75. Helgi Jónsson frá Brennu, Rergstaðastræti 13. 76. Kristinn Hallgrímsson, Bjarkargötu 14. 77. Ólafur Þorsteinsson, Þórsgötu 26 A. 78. Herluf Clausen, Garðastræti 8. 79. Þorkell Jóhannesson, Bárugötu 13. 80. Halldór Dungal, Grenimel 2. 81. Valgeir Björnsson, Laufásvegi 67. 82. Sveinn Björnsson, sendiherra Khöfn. 83. Steindór Gunnarsson, Suðurgötu 8 B. 84. E. P. Briem, Fjölnisvegi 10. 85. Holger Clausen, Garðastræti 8. 86. Pálmi Hannesson, Menntaskólanum. 87. Sigfús Jónsson, Amtmannsstíg 4. 88. Steingrímur Jónsson, Laufásvegi 73. 89. Jón Arnason, Laufásvegi 71. 90. Othar Ellingsen, Bergstaðastræti 67. 91. Guðmundur Pétursson, Hringbraut 180. 92. Eiríkur Hjartarson, Laugavegi 20. 93. Þorsteinn J. Sigurðsson, c/o verzl. Bristol. 94. Halldór Sigfússon, skattstj. 95. Árni Friðriksson, fiskifr. lagabreytingar lagðar fyrir fram- haldsaðalfund að hálfum mánuði liðnum og ræður þá meirihluti úr- slitum. Framh. á bls. 37. 6 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.