Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 18
irfarandi hugmynd urn þetta lítt þekkta fyrirbæri hérfendis: Halldór segir að flugskátasveit- ir séu víða starfræktar erlendis og annist þar mörg og mikilvæg mál- efni er flugi koma við. Hér á landi var þessi sveit stofn- uð 7. des. 1955 sem deild í Skáta- félagi Reykjavíkur. Er hún eina flugskátasveitin sem enn hefir ver- ið stofnuð hér á landi. Halldór segir að meðlimir flug- skátasveitarinnar séu fyrst og íremst skátar. Fara þeir að jafnaði í útilegur svo sem skáta er venja, mæta á sameiginlegum fundum Reykjavíkurskáta og taka þátt í allri deildastarfsemi skátanna. Taka sérpróf um flugmál. Hins vegar hafa allir skátar ein- hverjar sérgreinar innan síns félags og skipta sér eftir þeim niður í sveitir. Flugmál og þá fyrst og fremst módelsmíði, enn sem kornið er, er sérgrein flugskátanna. Á þessu sviði taka þeir sín sérpróf. Flugskátarnir eiga sem aðrir sína framtíðardrauma. Þeir hafa hugsað sér að vinna að því marki að koma sér upp svifflugflota og jafnvel með tíð og tíma flugflota til þess að geta annast björgunar- starfsemi. En snúum okkur nú að hinni daglegu starfsemi þessarar sér- stöku sveitar. Sveitinni er skipt niður í fjóra flokka og eru að jafnaði 8 dreng- ir í hverjum flokki. Fundir um sérstök málefni flokkanna eru haldnir einu sinni í viku. Er á þessurn fundum unnið að módel- smíði og stundað bóklegt nám jafn- framt. Síðan eru tekin próf, sem merkt eru bókstöfum A, B og C o. s. frv. sem samsvara nýliðapróf- um 2 og 3. fl. hjá öðrum skátum. Þessi námskeið ásamt módelsmíð- inni eru undirstaða svifflugsins, sem síðan er undirstaða vélflugs- ins. Þannig er þessu ætlað að þró- ast fram á leið með árunum, en að sjálfsögðu er þetta allt á byrjunar- stigi enn sem komið er. Áhugi mikill. Halldór Arnórsson er aðeins 17 ára, en félagar hans í sveitinni eru á aldrinum 11 til 20 ára. Hann seg- ir að áhugi sé mikill innan sveitar- innar og að drengir sæki fast að fá ag gerast félagar. Hins vegar segir hann að enn sem komið er sé þátttaka takmörkuð og ber þar margt til, svo sem húsnæðisskortur, takmörkun á kennslumöguleikum svo að enn er þessi starfsemi á byrjunarstigi. Inntökugjaldið er 50 krónur. Til þessarar starfsemi þarf mikla peninga, en þeir eru af skornum skammti, enda finnst drengjunum skilningur á starfi þeirra meðal ráðamanna enn næsta lítill. Má geta sér til að bráðlæti þeirra ráði þarna nokkru um, svo og lofsverður áhugi þessara æsku- manna. Halldór segir að þetta starf drengjanna sé lærdómsríkt og þroskandi auk þess að vera góð tímaeyðsla. Margt það, sem þeir læra getur komið sér vel fyrir þá á lífsleiðinni jafnvel þótt þeir verði aldrei starfandi flugmenn. Flugskátarnir eru með starfsemi sína í húsnæði hjá Flugfélagi ís- lands. Aðsóknin er sem fyrr segir mjög mikil og það svo að þeir félagar hugsa sér að reyna að koma upp 5. flokknum nú á næstunni. „Flug“ vill nota þetta tækifæri til þess að óska flugskátunum gæfu og gengis í starfi þeirra í framtíð- inni. Flugskátasveitin í heimsókn hjá Flugfélagi íslands á Reykjavikurflugvelli.

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.