Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 9

Flug : tímarit um flugmál - 01.12.1956, Blaðsíða 9
jr Flu^málaíélaé Islands tutíugu ára. Ávarp mivera 11 tíi ittrmmnns. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, að flugið, sem orðinn er svo snar þáttur í öllu athafnalífi ís- lendinga, skuli ekki vera nema rúmlega hálfrar aldar gamalt. Við það verður að miða, þegar aldur þessarar greinar og félaga, sem myndast hafa í sambandi við hana, verður metinn. Má því segja að félag, sem hefir flugmálastarfsemi að áhugamáli sínu, sé komið tals- vert til ára sinna, þegar það fyllir annan áratuginn. En svo er ein- mitt ástatt um Flugmálafélag Is- lands um þessar mundir. Frumkvöðull að stofnun félagsins. Það var að áliðnu sumri árið 1936 að nokkrir áhugamenn um flugmál komu saman til fundar í Reykjavík og stofnuðu með sér félag til eflingar áhugamáli sínu, og hlaut það nafnið Flugmálafélag Islands. Enda þótt ekki hafi verið ætlunin að nefna, í þessu greinar- korni, sérstaklega neinn hinna mörgu manna, sem lagt hafa hönd á plóginn í þágu Flugmálafélags ins í þessi tuttugu ár, síðan það var stofnað, verður ekki hjá því kom- ist að minnast á þann manninn, sem var írumkvöðull að stofnun þessa félags, Agnar Kofoed-Han- sen, núverandi flugmálastjóra. Hann hafði, frá því að hann kom aftur heim, að afloknu flug- námi í Danmörku, unnið mtð geysilegum dugnaði að endur- vakningu flugáhuga íslendinga. Gekkst hann, í því augnamiði, 1 fyrir stofnun nokkurra félaga til eflingar hinum ýmsu þátt- um flugsins, Svifflugfélags ís- lands, til þess að vekja áhuga æskunnar á hinni göfugu íþrótt, fluginu, Flugfélags Akur- eyrar, sem síðar átti eftir að koma svo mjög við sögu sem Flugfélag Islands, og síðast, en ekki sízt, beitti hann sér manna mest fyrir stofnun Flugmálafélags Islands. Ætlunarverk Flugmálafélagsins var margvíslegt. Var stefnuskráin í mörgum liðum, sem allir miðuðu að því að stuðla að eflingu flug- áhuga íslendinga. Víst er um það, að félagið átti ríkan þátt í því að vekja á ný áhuga manna á þýöingu flugsins hér á landi. Má til gamans geta þess, að Vilhjálmur Stefánsson, hinn frægi landkönnuður, mætti á fundi hjá félaginu, er hann var hér á ferð, og hélt fyrirlestur urn ísland sem íramtíðarland fyrir flug um norðanvert Atlantshaf. Er gam- an að horfa aftur nú í dag og virða fyrir sér, úr fjarlægðinni, skarpskyggni manna eins og Vil- hjálms Stefánssonar, Agnars Ko- foed Hansen, og fleiri brautryðj- enda hugmyndarinnar um þátt lands vors í flugi framtíðarinnar. Að sjálfsögðu hristu margir höfuð- ið yfir slíkum „fjarstæðukenndum draumórum", en lítum svo á stað- reyndirnar í þessum málum í dag. Árið sem leið fluttu íslenzku flugfélögin um 100 þúsund farþega, bæði milli landa, til og frá íslandi og á innanlandsleiðum. Og í des- ember síðastliðnum lentu rúmlega 300 stórar farþegaflugvélar á Kefla- víkurflugvelli á leið sinni yfir At- lantshaf. Er það svo ótrúlega há tala, að maður freistast til að láta sér detta í hug, að jafnvel „draum- óramennirnir" okkar, sem minnst var á hér að framan, hefðu á sín- um tíma ekki getað látið sér slíkt í hug koma. Að tíu millilandaflug- vélar lentu að jafnaði á dag á ís- landi í svartasta skammdeginu — furðulegt. I þessum fáu orðum verður eng- in tilraun gerð til þess að rekja starfssögu Flugmálafélags Islands á liðnum árum, en minnast má þó á örfá atriði, sem félagið hefur lát- ið til sín taka og manni fljúga í hug. Félagið kaupir flugvél. Á fyrstu árum sínum réðst fé- lagið í það að kaupa hingað til lands litla, þýzka flugvél, sem síð- an var notuð meðal annars til þess að fljúga um landið og leita að nothæfum lendingarstöðum. Á mörgum þeirra staða, sem þá voru athugaðir, eru nú í dag stórir flug- Núverandi stjórn F.M.Í. Frá vinstri: Páll Melsteð, Björn Pálsson, Sigfús Guðmundsson, Hákon Guðmundsson, Björn Br. Björnsson.

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.