Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 6
‘20
HEIMILI OG SKÓLI
þennan hátt. Líkamleg mök ungl-
ingspilta við stúlkur hafa yfirleitt
vond áhrif á sálarlíf þeirra, auk
hinna alvarlegu afleiðinga, sem þau
geta haft. Pilturinn er þannig gerður,
að á þessum árum er honum eðlileg-
ast að láta sér nægja reykinn af rétt-
unum. Svo heit og þjáningarfull sem
ást unglingsins er, er hér sjaldnast
um varanlega ást að ræða, a. m- k.
sjaldan þegar piltar eiga í hlut. En
stúlkur eru miklu meira bráðþroska
að þessu leyti. — Það er eins og ungl-
ingsástin eigi ekki að fá svölun eða
fullnægingu. En hún gegnir samt
miklu hlutverki: að halda unglingn-
um hreinum líkamlega. Ástadraum-
amir hafa því sinn tilgang.
Skoðanir unglings eru venjulega
öfgakenndar, og að þessu leyti er
hann í andstöðu við fullorðna fólkið,
sem hefir yfirleitt tamið sér meira
hóf. Ríður því á, að foreldrar og
kennarar sýni unglingnum fullan
skilning og fordæmi hann ekki né út-
skúfi honum sakir stundaröfga hans.
í stjórnmálum er unglingurinn t. d.
vís til að hallast að róttækum stefn-
um, einkum þeim, sem hafa á sér
hugsjónablæ. Oft myndar unglingur-
inn sér andstæður stjórnmálaskoðan-
ir við þær, sem foreldrarnir hafa. Yf-
irleitt er mjög óhyggilegt af fullorðn-
um að vilja beygja unglinginn með
offorsi eða kappræðum til að aðhyll-
ast skoðanir sínar. Það herðir ungl-
inginn venjulega í andstöðunni og
gerir aðeins illt verra. Um trúmál er
þessu líkt farið. Trúarskoðanir þær,
sem unglingurinn myndar sér, eru
oft andstæðar trúarskoðunum for-
eldranna. Ef foreldrarnir eru t. d. trú-
arofstækismenn, er unglingurinn vís
til að varpa skoðunum þeirra fyrir
borð og gerast trúleysingi.
Það er þó ekki einungis þessi innri
ólga og jafnvægisleysi, sem veldur
unglingnum örðugleikum, heldur og
hitt, að hann þarf að laga sig að fé-
lagslífinu á miklu víðtækari hátt en
áður. Ný verksvið og viðfangsefni
bíða hans. Hann verður á þessum ár-
um að taka hinar mikilvægustu
ákvarðanir um framtíðina, t. d. varð-
andi stöðuval sitt.
Af þessu er ljóst, að uppeldi ungl-
inga verður að haga á annan veg en
uppeldi bama fyrir kynþroskaskeið-
ið. Það er að mörgu leyti vandfarnara
með unglinginn en barnið. Foreldr-
um hættir hér einkum við tvenns
konar andstæðum öfgum, sem báðar
eru jafn skaðsamlegar: Sumir sleppa
algerlega beizlinu af unglingnum,
láta hann hafa ótakmarkað frjáls-
ræði, en gæta þess ekki, að hann
kann enn ekki með það að fara og
það verður honum oft að fótakefli.
Aðrir taka ekkert tillit til hinna
breyttu þarfa unglingsins og viðleitni
hans til að verða sjálfstæð persóna,
en beygja hann miskunnarlaust und-
ir vilja sinn og sérvizku í öllu. Hið
vandrataða meðalhóf er bezt hér
sem endranær. Unglingurinn þarfn-
ast aukinst sjálfræðis eftir því sem
hann eldist og þroskast, en hann
þarfnast líka aðhalds og vingjarn-
legrar handleiðslu. Þessi handleiðsla
foreldranna verður að vera ósýnileg,