Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 10
24
HEIMILI OG SKÓLI
Séra Páll Þorleitsson prestur að Skirmastað:
Vetur í augum — eða vor
Fyrir nokkru
las ég í tíma-
riti einu orð,
sem höfð voru
eftir mennt-
aðri, amerískri
konu- — Þau
áttu að sýna
lífsviðhorf
hennar, og að
mér skildist
ýmsra annara kvenna nútímans.
Kona þessi gaf þær upplýsingar,
að hún væri háskólagengin, gift
manni með mikil árslaun, og gæða
lífsins gæti hún notið í ríkum mæli.
En þrátt fyrir það kvaðst hún líta
biksvörtum augum á tilveruna. Hún
segist ekkert afkvæmi hafa eignast
og ekki undir nokkrum kringumstæð-
um vilja eignast það, því að í fyrsta
lagi hafi hún ekkert yndi af börnum,
og í öðru lagi myndi barn skapa
henni of miklar áhyggjur. Og hún
spyr:
— Hví eigum við konur að fæða
af okkur börn fyrir þessa bölvuðu til-
veru? — Mannkynið á að keppa að
því að slokkna með öllu út. Það á að
afmá sjálft sig af þessari jörð, því að
lífið er án vona og án tilgangs.
Við lestur þessara dapurlegu um-
mæla komu mér ósjálfrátt í hug orð,
sem Matthías Jochumsson leggur í
munn móður sinni í ógleymanlegu er-
indi. Frammi fyrir litlu kertaljósi er
hún að opna sonum sínum sýn inn í
leyndardóm jólanna og guðs og segir:
„Þessa hátíð gefur okkur guð,
guð hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans náðar engin sprytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert ljós“.
Hún er ólík lífsskoðun þessara
tveggja kvenna. Onnur er borin í
landi glómálma og á allt, sem hægt
er að kaupa fyrir fé. Hún situr við
brunn allsnægta, en bannfærir þó hið
gjöfula líf. Hún hatar börn sín áður
en þau fæðast,og þylur buslubæn yfir
þeirri jörð, sem elur allt líf við brjóst
sér. Skoðanir hennar og viðhorf sýna
hve óendanlega ormsmogið líf þeirra
manna er, sem ekki vermist yl neinn-
ar trúar á háleitari tilgang tilverunn-
ar. Þrátt fyrir gnægð alls, skortir þá
hið eina nauðsynlega, frið í eigin sál
og innri hamingju-
Orð hinnar hátt settu, amerísku
konu láta í eyrum sem ömurlegt
gnauð vinda, innan frá einhverri
regin ísauðn friðleysisins. í augum
hennar er ægilegur vetur, í svip
hennar dauði.
Nemum svo staðar við hlið hinn-
ar konunnar, sem flytur boðskapinn
um lífsfögnuð og æðra ljós.
Sú kona er íslenzk og heyrir fyrri
tíma til. Hún er fátæk, býr í lágreist-
um bæ, ann sér engrar hvíldar. Margt
gæti bent til, að einmitt hún sæi fyrst