Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 22
36
HEIMILI OG SKÓLI
eins við eitt atriði í uppeldi barnanna,
háttatímann og svefninn.
Heilbrigt og gott uppeldi heimtar
reglubundið líf, fastar lífsvenjur,
sem tæplega má hvika frá. Og við,
sem höfum fengið það hlutskipti að
vera foreldrar, verðum að gjöra okk-
ur það ljóst, að það getur kostað okk-
ur einhverjar lífsvenjubreytingar að
takast slíkt á hendur. Ein af þeim
venjum, sem ekki má hvika frá, er að
láta börnin hátta og sofna á ákveðn-
um tíma. Allir, sem eiga börn, vita, að
hér er um nokkurt vandamál að
ræða, og valda því meðal annars oft
áhrif að utan. Enda mun mörgum
foreldrum reynast það ofraun að
fylgja hér föstum venjum, og sætta
sig við ósigurinn, en renna ekki ætíð
grun í, að fleiri ósigrar munu á eftir
fara.
En til að koma í veg fyrir þessi
leiðinlegu og hættulegu mistök, er
nauðsynlegt að festa sér í hug eina
meginreglu: Byrjið nógu snemma að
skapa góðan vana í þessum einum,
sem ekki er hvikað írá, og minnumst
þess, að þarna verða börnin að vera
rétthærri en gestirnir, sem kunna að
koma og raska áætlun kvöldsins, rétt-
hærri en allt annað, sem kann að
kalla að utan. Börnin, jafnvel þótt
ung séu, eru fljót að nota sér hik,
undanlátssemi og undantekningar frá
hinum venjulega háttatíma. En ef
nægileg festa er í siðum og háttum
heimilisins kemur þetta allt af sjálfu
sér.
Það er mjög áríðandi, að bömin
læri sem allra fyrst að virða hinar
sjálfsögðu reglur um háttatímann, og
er þá gott að venja þau sem fyrst á
að hátta sig sjálf, ganga frá fötunum
sínum á vissum stað, og bjarga sér
yfirleitt sem mest sjálf. Sum börn
geta ekki sofnað nema ljós logi í her-
berginu, mun það stafa af einhvers
konar veiklun eða ótta við myrkrið,
sem þarf að venja þau af. Þegar þau
eru komin í rúmið, og hafa boðið
góða nótt, á að slökkva ljósið og loka
herbergishurðinni.
Ekki er heppilegt að venja bömin
á að svæfa þau, heldur venja þau á
að sofna án þess, en falleg saga, eða
nokkur lög, sem faðir eða móðir
raula við þau áður en þau sofna,
kemur jafnvægi og kyrrð á hugann
svo að svefninn kemur fyrr en varir.
Ef kyrrð og friður ríkir á heimilinu
er einnig kyrrð og friður í sál barns-
ins, en börn eru þó alltaf böm, og var-
ast skyldi að láta þau ólmast og ærsl-
ast, og verða æst í skapi rétt áður en
þau eiga að ganga til hvíldar. Sjálf-
sagt er þá, eins og ætíð endranær, að
tala til þeirra í rólegum en ákveðnum
tón, engar skipanir, engar ásakanir
eða ergelsi eiga að blanda beiskju
þessar síðustu stundir dagsins. Eng-
ir, hvorki foreldrar eða kennarar,
mega láta það eftir sér, að vera í illu
skapi í návist barna, það hefir ótrú-
lega slæm áhrif á sálarlíf þeirra.
Þá er ekki heppilegt, að börnin
borði rétt áður en þau fara að sofa.
Bezt er að hafa borðað 1—2 tímum
áður en lagzt er til náða. Svefninn
verður þá rórri.
Síðustu stundina, sem börnin em á
fótum, þarf að leiða þau að einhverju
kyrrlátu viðfangsefni, t. d. teikningu