Heimili og skóli - 01.06.1942, Page 25
HEIMILI OG SKÓLI
39
úr fjölda hljóða. Þau læra ekki ein-
stök hljóð, sem þau síðan setja sam-
an, heldur orðin heil, sem þau síðan
skipa í setningar. Eg vil þó engan
hvetja til þess að nota þessa aðferð
við lestur. Það er mikill vandi að
kenna hana, og hún hefir líka galla.
Kennsluaðferðir eru ekki aðalatriði,
heldur sú alúð og þrautseigja, ná-
kvæmni og þolinmæði, sem nauðsyn-
leg er við allt byrjunarnám, og krefj-
ast verður af kennara. Það er ekki
nóg að kunna það sem kennt er. Það
verður að sýna skilning á námsefn-
inu, skilja nemendurna og bera
virðingu fyrir hvorutveggja.
Það, sem sagt verður um lesturinn
hér á eftir, á við stöfunaraðferðina.
Þó að sumt af því geti einnig átt við
aðrar aðferðir.
Oft er um það spurt á hvaða aldri
börnin eigi að byrja að þekkja staf-
ina og fara að lesa. Það er ekki hægt
að gefa fastar reglur um aldurstak-
mark, því að þroski barna er mjög
misjafn á sama aldursstigi, en hann
skiptir mestu máli og eftir honum
verður oftast að fara. Þó er ýmislegt
það í fari og störfum barna, sem gef-
ur til kynna, að það hafi náð þeim
þroska og skal getið hér nokkurra at-
riða-
1. Barnið hefir gaman af að at-
huga myndabækur, spyrja um stafi í
bókum, auglýsingaspjöldum o. fl.
2. Barnið hlustar með áhuga, þeg-
ar kvæði eða sögur eru lesnar fyrir
það.
3. Bamið hlýðir fyrirskipunum.
4. Bamið getur hjálparlaust rifjað
upp fyrir sér og öðmm reynslu sína
og endursagt sögur.
5. Barnið sér líkingu og mismun
forma, greinir t. d. hring frá ferhyrn-
ingi og þríhyrningi.
Mamma, nú kann ég að lesa!
6. Barnið heyrir líkingu og mis-
mun hljóða.
7. Barnið hefir ráð á allgóðum
orðaforða til að láta í ljós hugsanir
sínar.
8. Barnið getur sagt skipulega frá
og haldið þræði hugsunar.
9. Barnið getur leikið sér og unnið
með öðrum.
10. Barnið hefir réttar hugmyndir
um algenga hluti, sem það sér dag-
lega og heyrir talað um.
Öllum þessum atriðum þarf barn-
ið helzt að fullnægja, áður en það fer
að stafa eða lesa. Þó getur verið
undantekning frá því, ef um mjög
seinþroska börn er að ræða, og þarf