Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 41 Frá barnaleik— vellimim á Akureyri Akureyrarbær hefir starfrækt barnaleikvöll 8 undanfarin ár, um þriggja mánaða tíma sumar hvert. í klifurgrindunum. Völlurinn er sléttur og þurr grasvöll- ur, með hárri skjólgirðingu úr báru- járni að norðan. Þarna eru ýmis konar leiktæki svo sem rólur, vægiásar (,,sölt“); sand- kassar, klifurgrindur, jafnvægisslá, steinsteypt vöðsluþró eða siglinga- pollur, og ýmis konar afmörkuð leik- Pétur Sigurðsson erindreki: Þýðingarmesta skipulagningin Flestir kunna betur við sig í her- bergi, sem snyrtilega er gengið um, þar sem allt er í röð og reglu, og hefir viðkunnanlegan heildar- svip, heldur en í herbergi, þar sem öllu ægir saman og engin regla eða hirðusemi er á neinu. Líðan manna er þar bezt, hvort sem er í félagslífi, á heimili, eða í þjóðfélaginu, þar sem vel er stjórnað, öllu haganlega fyrir komið, skipulag- ið heppilegt og gott. Þetta gildir og um sálarlíf hvers einasta manns og hvers einasta barns. í öðru hvoru sjúkrarúmi Banda- ríkjanna liggja sálarsjúkir menn. Hvað veldur þessu mikla meini? Vafalaust eru orsakirnar margar, en eitt er þó sennilega nútímamannsins mesta mein og stærsta hætta. ÞaS er skipulagsleysi sálarlífsins. Að vísu svæði. Stór skáli er á vellinum, og er mestur hluti hans vinnusalur fyrir börnin, þar sem þeim er kennt að búa til ýmsa muni úr pappír, pappa, snærum o. s. frv. Allt er þetta mjög frjálslegt, en þó verða börnin að fylgja settum regl- um. Marinó L. Stefánsson kennari hef- ir lengst af veitt þessari starfsemi for- stöðu og mótað þar alla starfshætti.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.