Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 31

Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 31
HEIMILI OG SKÓLI 45 is? Gangi barnið með stöðuga tann- pínu, er ekki hægt að segja, að það sé heilbrigt þótt það sé hraust að öðru leyti. Ennþá hefi ég ekki hitt þann mann, sem hefir þótzt alheill heilsu, Það er oi seint að tara að hirða tennurnar, þegar skemmdir eru komnar í þær. hafi hann haft tannpínu. En mörgum hættir til að líta á tannpínu hjá börn- um sem óhjákvæmilegt böl, og skipta sér því ekki af því þótt þeir sjálfir geti ekki þolað tannpínu stundar langt. Ekki mun það heldur óalgengt, að höfuðástæðan til þess að farið er með barnið til tannlæknis sé sú, að foreldrarnir hafa ekki lengur nætur- frið fyrir gráti þess, en ekki kvalir barnsins sjálfs. Svo rótgróið er það álit, að ekkert sé gerandi fyrir barna- tennurnar. Hvað á þá að gera til þess að halda bamstönnunum heilum og óskemmd- um? Fyrst og fremst þarf barnið að fá nægilega bætiefna- og kalkríka fæðu, og umfram allt fæðu, sem krefst notk- unar tannanna. Látið barnið nota tennurnar óspart þegar það hefir fengið þær, til þess eru þær ætlaðar og ekki annars. Því næst verður að halda tönnun- um vel hreinum. Móðirin verður dag- lega að bursta tennur barnsins, þar til það getur burstað þær sjálft,að kenna því og venja það á burstun tannanna er eins sjálfsagður hlutur og að þvo sér. Gæta verður þess vandlega, að engar matarleifar sitji eftir milli tann- anna, og sérstaklega skal þess gætt,að bursta vel tyggiflöt þeirra. Tennurnar skal ætíð bursta á kvöldin, en helzt kvölds og morgna. Verði svo vart við dökkan blett á einni eða fleirum tönnum, ætti strax að fara með barnið til tannlæknis, og láta gera við tönnina, en bíða ekki eftir að það fái tannpínu, því að þá er bæði erfiðara að gera við tönnina svo að vel sé, og tönnin orðin lélegri en ef strax hefði verið við brugðið. Sé þess vandlega gætt að halda tönnunum hreinum, og láta gera við skemmdirnar meðan þær eru litlar, getur barnið notið sinna bamstanna eins lengi og eðlilegt er, og losnar þar að auki við hinn hvumleiða kvilla, tannpínuna. Því miður virðist nokkuð skorta á áhuga foreldra fyrir heilbrigði og hirðingu tanna barna sinna. Fæst þeirra barna, sem ég hefi skoðað, virð- ast hafa haft nokkur kynni af tann- burstanum. Þegar svo þar við bætist hið sífellda, og algjörlega óhæfa sæl- gætisát hjá öllum þorra barna, er ekki Tennumar skyldu burstað- ar á hverjum degi.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.