Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 32

Heimili og skóli - 01.06.1942, Síða 32
4fi HEIMILI OG SKÓLI úr ýmsum ðtium. Venjum börnin á að tala skýrt. Eitt af örðugustu viðfangsefnum barna- skólanna er stafsetningarkennslan, og þegar þess er gætt, að talsvert miklum tíma er varið til þessarar kennslu í sjö vetur sam- fleytt, verð ég, fyrir mitt leyti að játa það, að árangurinn er oft ótrúlega litill, og miklu minni en okkur kennurunum finnst sann- gjarnt að hann væri. Hér verður ekki dóm- ur á það lagður, hvort þetta stafar af ó- dugnaði okkar kennaranna. Þann dóm verða aðrir að kveða upp, en ég get ekki látið hjá líða, að vekja hér athygli á einu atriði í þessu sambandi, sem orðið gæti bæði for- eldrum og kennurum til leiðbeiningar, og það er í fáum orðum þetta: Eg hefi fyrir löngu veitt því athygli, að námsárangur fer þarna ekki aðeins eftir greind, heldur eftir því hvernig börnin tala. Börnin, sem lesa skýrt og greinilega, börnin, sem tala skýrt og með réttum framburði, skrifa undantekn- ingarlítið réttara mál. En hin, sem lesa og tala óskýrt og þvoglulega, geta komið ótrú- lega miklu af ritvillum fyrir í stílum sínum. Eftir þessu má flokka allar ritæfingar barn- anna í tvo höfuðflokka. Hér ber enn að sama brunni. Grundvöll- von að ástandið sé betra en raun er á, að flest börn hafa gereyðilagðar tennur þegar þau ná skólaskyldu- aldri. Þau borða sælgæti frá morgni til kvölds, tennurnar eru ekki burst- aðar, svo þær synda, að heita má, í sykur- og sætindaleðju allan sólar- hringinn. Sykurinn leysir upp gler- ung tannanna, holur myndast, og svo kemur tannpínan. Því ekki heldur láta þau naga hráar gulrófur en bryðja sælgæti sí og æ? Væri ekki ráð að venja eldri börnin af sælgæt- inu, og sjá um að þau yngri vendust ekki á það? ur móðurmálskennslunnar verður að vera traustur, þá verður auðveldara að byggja ofan á. Stafsetningarkennslan verður því óbeinlínis að hefjast um leið og barnið fer að læra að tala. H. J. M. Heimavistarskólar eru einu fram- búðarúrræði sveitanna. Þeir, sem mest hafa hugsað um framtíð- arúrræði dreifbýlisins í fræðslumálum, og reyna hleypidómalaust að skyggnast um eft- ir heppilegum leiðum, munu ekki koma auga á annað úrræði en heimavistarskólana. Sr. Magnús Helgason skólastjóri Kenn- araskólans er einn þessara manna. Líklega hefir hann hugsað þessi mál sveitanna meir og betur en flestir aðrir, og enginn mun efast um hina fölskvalausu ást, er hann jafnan bar í brjósti til sveitanna, heimilis- menningar þeirra og framtíðar, né heldur glöggskyggni hans og réttsýni. Hann segir í ræðu við skólaslit 1919, eftir að hafa lýst þessum vandamálum sveitanna, og ófullkomnum starfsskilyrðum farskól- anna: — I strjálbýli, þar sem böm geta ekki gengið heiman að í skóla, hefi ég ekki kom- ið auga á neinn veg til að hjálpa heimilun- um til að veita börnum sínum nauðsynleg- ustu undirbúningsfræðslu, annan en þann, að reisa heimavistarskóla, þar sem kennari geti haft börnin í næði í góðum húsakynn- um, nokkrar vikur á vetri, og hópað þau eft- ir aldri og þroska, og orðið þannig fleirum að liði og til meira gagns, en unnt er með sleifarlaginu sem nú er. Það fer svo fjarri, að ég álíti það ábyrgðarhluta, að mæla með stofnun slikra skóla, að ég álít, það ábyrgð- arhluta af ríkinu, að byrja ekki þegar að leggja fé til þess, eins og nú er komið.“ Þetta sagði sr. M. H. fyrir meir en 20 ár- um. Og vissulega mundi hann kveða enn fastar að orði nú, ef hann mætti mæla. Sn. S. Börnin þurfa að vera orðin læs 10 ára gömul. Eitt hið mesta mein allrar kennslu í barnaskólum, eru illa læsu bömin. Og þar

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.