Heimili og skóli - 01.08.1944, Side 4
50
HEIMILI OG SKÓLl
en í föðurætt átti hann kyn sitt að
rekja til Melaættar. í þeim ættlegg
voru búhöldar miklir, sem áttu sér
gamlar og djúpar rætur í svarf-
dælskri mold.
Móðir Snorra var Anna Björns-
dóttir, Björnssonar, Arngrímssonar
silfursmiðs og lögréttumanns, en kona
Björns Arngrímssonar, langamma
Snorra, var Margrét Oddsdóttir frá
Steinkirkju í Fnjóskadal. Önnur dótt-
ir Odds á Steinkirkju var langamma
þeirra Karls og Guðmundar Finn-
bogasona, voru þeir bræður og Snorri
því f jórmenningar.
Snorri var yngstur 10 systkina, og
vorið 1898, þegar hann hafði misst
báða foreldra sína, fór hann til móð-
ursystur sinnar og var þar tvö ár, en
þá fluttist hann að Tjöm til séra
Kristjáns Eldjárns og dvaldi þar að
mestu til ársins 1911.
Snemma mun hugur hans hafa
hneigzt til mennta og andlegra starfa,
en færri voru þá möguleikar ungra
manna til skólanáms en nú, enda
varð margur fátækur efnismaðurinn
að sitja heima, þótt hugurinn stefndi
til náms og skólagöngu. Snorri brauzt
þó í að fara í gagnfræðaskólann á
Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið
1905. Um þær mundir tók hann þátt
í hinni djarflegu söngför „Heklu“ til
Noregs, og mun það hafa orðið til
þess, að hann leitaði þangað seinna
til náms. Næstu tvo vetur stundaði
hann kennslu, en haustið 1907 sigldi
hann til Noregs og stundaði þann
vetur nám í lýðháskólanum í Voss.
Vorið 1908 og veturinn 1908—
1909 var hann svo óreglulegur nem-
andi við kennaraskólann á Storð,
las þar uppeldis- og sálarfræði,
kennslufræði og kennsluæfingar og
tók próf í þeim námsgreinum sumar-
ið 1909, en hélt að því búnu heim
aftur. Næsta vetur stundaði hann
kennslu í Arnarneshreppi, en var
verkstjóri á sumrin. Haustið 1910
stofnaði hann unglingaskóla í Svarf-
aðardal með farskólasniði, kenndi á
þremur stöðum í hreppnum, og þess-
um skóla hélt hann uppi í tvö ár.
Þegar hann hafði kennt hálfan mánuð
í hverjum stað, var efnt til fræðslu-
funda; flutti hann þar erindi ásamt
presti, lækni og fleirum. Þar komu
allir nemendurnir saman og margt
annarra manna. Var gjörður að þessu
góður rómur. Hugmynd Snorra mun
hafa verið sú, að stofna þarna fastan
unglingaskóla á æskustöðvum sínum,
en var of snemma á ferð með þá hug-
mynd. Lítið mun hann hafa haft í
aðra hönd fyrir allt þetta erfiði. Eins
og kunnugt er, voru hin nýju fræðslu-
lög ný gengin í gildi um þessar mund-
ir, og mun Jón Þórarinsson, fræðslu-
málastjóri, hafa lagt fast að honum
að fá hann inn í barnafræðsluna, því
að þá var þar þunnskipað lið, og svo
fór, að hann hætti við unglingaskól-
ann og varð skólastjóri bamaskólans
á Flateyri haustið 1912. Hafði hann
þá fyrir skömmu fest ráð sitt og
gengið að eiga Guðrúnu Jóhannes-
dóttur, Jónassonar Reykjalín, prests
að Þönglabakka, hina ágætustu
konu, er unnið hefur sitt þögula móð-
ur- og húsmóðurstarf með ágætum,
þótt um það sé jafnan hljótt.
Á Flateyri dvöldust þau hjónin 18