Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 6
52
HEIMILI OG SKÓLI
1931 og loks skólastjóri stærsta
barnaskóla landsins utan Reykjavík-
ur. Þótt þessi ár hafi ekki verið hin
beztu ár Snorra, hygg ég þó, að á
þeim hafi hann látið eftir sig dýpst
spor.
Snorri hefur einhvern tíma sagt,
að sér fyndist kennslan hafa gjört sig
að betri manni, sífelld hugsun um
aðra hafi þokað eigingirninni til hlið-
ar og þar með ýtt undir margt það
bezta, sem með honum bjó. Þetta
mun rétt vera, og Snorri er því einn
af þeim mönnum, sem hefur vaxið
með hlutverkum sínum. Þannig fer
öllum þeim, sem taka hlutverkum
sínum með alvöru, hvort sem þau eru
stór eða smá. Þótt Snorri væri kom-
inn undir fimmtugt ,er hann tók við
barnaskóla Akureyrar, gekk hann
inn í það starf með brennandi áhuga
og umbótahug, eins og ungur væri.
Það var nokkuð stórt stökk, að hverfa
frá litla skólanum á Flateyri og taka
við þessum stóra, vaxandi skóla í vax-
andi bæ. Hann kom þar að nýbyggð-
um skóla með nýjum mönnum, svo
að þar var í mörg horn að líta, en
þeir margþættu taumar léku þó brátt
í hendi hans. Það ,sem einkum veld-
ur því, að honum hefur verið svo létt
um stjóm, er fyrst og fremst dugnað-
ur hans og verkhyggni, alveg óvenju-
leg samvinnulipurð, en þó hógvær
einbeittni. Hann hefur þá skapsmuni,
sem engin styrjöld fylgir, og þó
stendur jafnan af honum hressandi
gustur áhuga og glaðværðar.Þámenn
er gott að hafa í samfylgd, og þeir
menn skapa góðan skólaanda.
Snorri er ekki einn af mönnum
Skúla hertoga í „Kongsemnerne“,
mönnunum, sem alltaf gjöra sig
ánægða með „að láta söguna endur-
taka sig“. Hann sver sig miklu meir í
ætt við Hákon konung, sem vildi
skapa nýja og betri sögu. Snorri hef-
ur alltaf verið að leita að nýjum leið-
um, reyna að bæta nýjum þráðum í
vef skólastarfsins, er gjörði það full-
komnara og traustara.
Eftir að hann kom til Akureyrar
sinnti hann fáum öðrum störfum en
skólastarfinu, þó tók hann mikinn
þátt í störfum Góðtemplarareglunnar
og var umdæmisæðstitemplar um
nokkurt skeið. Hin kristilega og sið-
lega alvara Reglunnar og allt upp-
eldisstarf hennar var í svo miklu
samræmi við uppeldismálaáhuga
hans, að hann taldi sér bæði ljúft og
skylt að leggja henni lið. Annars hef-
ur hann helgað skólanum alla krafta
sína. Og þá kem ég að því, sem ég
hef ætíð metið mest í fari Snorra, en
það er virðing hans íyrir starfi sínu,
skyldurækni og ábyrgðartilfinning,
sívakandi umhyggja fyrir skólanum,
uppeldinu og náminu þar og þeim,
sem þar áttu að mótast og fræðast.
Hann var ekki ánægður nema eitt-
hvað væri sótt fram á hverjum vetri,
eitthvað byggt upp eða lagfært í vet-
ur, sem ólokið var í fyrravetur. Upp
af slíkum áhuga hlýtur að vaxa margt
gott. Og þótt mér sé málið of skylt til
að dæma um ágæti bamaskóla Akur-
eyrar, get ég þó hiklaust fullyrt, að
skólastjórn Snorra þar hefur verið
með ágætum.
Það hefur verið mikill siður í
seinni tíð að sæma þá menn heiðurs-