Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 8

Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 8
54 HEIMILI OG SKÓLI VALD. V. SNÆVARR: AGI. Með byrjun maímánaðar ár hvert opna barnaskólarnir dyr sínar og veita viðtöku hundruðum barna til náms og uppeldis. Oft hef ég spurt sjálfan mig, er ég hef litið yfir hópana, sem mér og starfssystkinum mínum hefur verið trúað fyrir: „Hvaða aga-aðferð skyldi nú eiga bezt við þennan hópinn eða hinn?“ Þetta kann að þykja kyn- lega spurt á þeirri stundu, þegar öll börnin eru, sem oftast, bljúg og blíð og sum þeirra jafnvel ekki langt frá gráti. En löng reynsla kennir mér, að „á skammri stundu skipast veður í lofti“. Því er nú verr og miður, að heimilisaginn er lítill sem enginn sums staðar og ristir óvíða djúpt nú á síðari árunum. Verða því kennarar oft að taka við „óbrotnu landi“ í þessu tilliti, og stundum má gott heita, ef ekki er búið að spilla því á ýmsar lundir, þegar til kasta skólanna kem- ur. Þetta kann einhverjum að þykja ótrúlegt, en það er samt — því miður — satt. Sannleikurinn getur stundum virzt ótrúlegri en sjálf lýgin, í fljótu bragði og að öllu óreyndu. En slepp- um nú þessu. Minnumst heldur hins, hvílík höfuðnauðsyn það er, að börn- in læri og temji sér stundvísi, reglu- semi, góða umgengni, háttprýði o. fl. o. fl. sem til góðrar háttvísi og mann- sæmandi framgöngu heyrir. En góður árangur fæst ekki án góðs aga og skyn- samlegs. Hve æskilegt væri, að grund- völlurinn væri lagður á heimilunum innan skólaskyldualdurs. Hve dýr- mætt væri það líka, að heimilin hefðu almennt kennt börnum sínum að hlusta, þegja og hlýða settum reglum. En á þessu öllu vill víða verða ær- inn misbrestur. Mikinn greiða gerðu heimilin börnum sínum og skólunum, ef þau hefðu beinlínis æfingatíma með börnunum í þessum „greinum" öllum, áður en þau byrjuðu skóla- göngu sína. Vilja ekki foreldrar at- huga þessi atriði af góðvild og úrbóta- viðleitni? Ég hygg, að miklu góðu mætti koma til leiðar í þessum efnum, ef góður vilji og úrbótalöngun væri fyrir hendi, eins og auðvitað er sums staðar og ætti að vera alls staðar. En ef miðað er við ástandið eins og það er víða á þessum tímurn, þá er mér sjálf- sagt óhætt að ganga út frá því, að grípa verði til einhvers konar aga svo að segja daglega í flestum stærri barna- skólum landsins, svo fremi sem augum er ekki lokað fyrir því, sem miður fer og áfátt kann að vera. En hvaða ráð hafa þá kennarar á hendinni? Hvaða aðferðum beita þeir? Ég verð að segja, að bæði mér og öðrum samherjum mínum getur einatt orðið ráðafátt og sjálfsagt verður mörgum okkar það á, að grípa til miður heppilegra ögunar- aðferða. Annars aetla ég mér ekki þá dul, að svara frambornum spurning- um til hlítar. Ég er ekki fær um það.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.