Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 10

Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 10
56 HEIMILI OG SKÓLI á heppilegu augnabliki, kann að vera eina aga-meðalið, sem „vissar stærðir“ skilja og taka tillit til. Vitanlega er al- rangt að gefa löðrung, — eins og gert var í gamla daga, fyrir allt mögulegt og ómögulegt: heimskuleg svör, illa lærða lexíu, jafnvel þó að tornæmi ylli, og svo framvegis. En þegar ótugt- arskapur gerir vart við sig, og tilhneig- ingar til að níðast á lítilmagnanum kemur glögglega í ljós, þá getur vænn löðrungur verið það, sem einna bezt skilst og bezt á við. En — gæta verður þess, að gera allt í þessum efnum að vandlega athuguðum kringumstæð- um, en ekki í augnabliks-æsingu. Ann- ars er sjálfsagt, að beygja sig fyrir löggjöfinni í þessum efnum sem öðr- um, eins og þau eru á hverjum tíma. 5. Alvarlegt viðtal í einrúmi. Það hygg ég sé ein albezta og áhrifaríkasta aðferðin, sem kennarar eiga kost á. Vinsamlegt samtal og róleg útskýring, getur oft miklu komið til vegar í rétta átt. Ég held að bezt muni reynast, að kveðja hlutaðeigendur til viðtals, svo að lítið beri á. Skólasystkinin varða ákaflega lítið um það. En hins vegar getur árangurinn, ef til vill, orðið því betri sem viðtalið er á færra vitorði. 6. Fyrirbæn og hlýhugur. Setjum svo, að dagur sé að kvöldi kominn og skóla lokið þann daginn. Kennararnir séu komnir heim til sín, þreyttir eftir annasaman og erfiðan dag. Lítið hafi lærzt, en oft hafi orðið að grípa til aga, sem óvíst sé þó, að borið hafi æskileg- an árangur. Þá lifir kennarinn sín „svörtu augnablik“. Þá leggjast marg- ar syndir við dyr hans: Vonleysi, van- trú á eigin mátt, trúleysi á fyrirkomu- lagið,, kuldi til foreldranna og barn- anna, sem ekki voru honum að skapi þann daginn o. s. frv. „En þú átt að drottna yfir henni“, var forðum sagt (1. Mós. 4. 7.). Þessi áminning er enn í fullu gildi, og kennarar ættu að minnast hennar, þegar þeim gengur margt til móðs. Ég ráðlegg þeim öll- um af heilum huga að reyna þessa að- ferð: Hugsa vel og vandlega um það, sem aflaga fór. Senda þeim, sem erfið- astir reyndust, hlýjar hugsanir; reyna að skilja þá og fyrirgefa þeim og — biðja fyrir þeim og sjálfum sér með hugarfari tollheimtumannsins (Lúk. 18.). Okkar kennaranna er að sá, en guðs að gefa ávöxtinn. Starfa skal með þolgæði og bíða uppskerunnar. En ekki má gleyma að hafa ríkan og skyn- samlegan aga í heiðri í skólunum. Til þess að minna á það, er þessi smágrein samin. Að lokum þetta: Það er oflítið rætt á málfundum kennara um aga og beit- ingu hans. Sömuleiðis er ekki mikið um hann skrifað af kennurum. Það er eins og mér finnist, að kennarar séu ófúsir að ræða sínar aðferðir og brjóta vandamál skóla-agans til mergjar. Það verður samt að gera, ef vel á að fara. Það verður að finna og reyna nýjar leiðir, ný sjónarmið, nýjar aðferðir. í þá átt virðist mér viðleitni þessa tíma- rits hníga og fyrir það kann ég rit- stjórninni þakkir. Talið ekki um börn yðar við aðra, hvorki lof eða last, svo að þau heyri. Lofið gjörir þau hégómagjörn og stærilát, en lastið særir þau og skapar þrjózku.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.