Heimili og skóli - 01.08.1944, Blaðsíða 14
60
HEIMILI OG SKÓLI
stálpað barn kasti frá sér ýmsum a£
þessum venjum, þegar það kemur út
fyrir veggi skólans. Og er ég þeirrar
skoðunar, að kæmu þessi börn aldrei
undir skólaaga, myndi fljótlega mynd-
ast sú manntegund í bæjum okkar,
sem hvorki hlýðir lögum eða reglum.
Einhverjum finnst ef til vill hér kveð-
ið of fast að orði, en minnumst þess,
að menning okkar er ekki eins hald-
góð eins og af henni er stundum gum-
að. Og í því efni stöndum við talsvert
að haki helztu þjóðum Norðurálfu,
ekki sízt í heimilisháttum og uppeldis-
málum.
Þessi lýsing mín á einkum við
ástandið í bæjunum. Því að það er
vitað og viðurkennt, að við höfum
enn ekki náð tökum á því að ala börn
upp í þéttbýli bæjanna, enda varla við
því að búast, þar sem meiri hluti þjóð-
arinnar hefur til skamrns tíma alizt
upp í strjálbýli sveitanna.
Mikið er nú um það talað, að þjóð-
félögin sjái öllum fyrir nægri atvinnu,
að lokinni þessari styrjöld, og útrými
hinum nagandi ótta fátæklingsins við
skortinn. Við skulum vona, að þetta
takist. Það væri mikil framför. Og
verði því framfylgt, eru líkur til að
færri börn þurfi í framtíðinni að líða
fyrir fátækt í uppvexti sínum. En
hinu má ekki gleyma, að hjálpa þarf
foreldrunum að öðru leyti til að verða
sem hæfust að ala upp börn sín. Allir
foreldrar þurfa að fá einhverjafræðslu
í því efni, enginn skilur uppeldismál
af brjóstviti einu saman. Einkum
þurfa mæðurnar að fá uppeldisfræði-
lega þekkingu. Og þótt efnahagur sé
talsvert mikilvægt atriði, þá er þó
sennilega hitt enn mikilvægara, að
sem flestir foreldrar séu það þroskaðir
og skilningsgóðir í þessu efni, að finna
til þeirrar ábyrgðar, sem á þeim hvílir
við uppeldisstarfið.
Það er verkefni hins opinbera, ríkis
og bæja, að sjá öllum fyrir nægilegri
atvinnu og styrkja þau heimili, sem
ekki hafa nóg fyrirsigaðleggja.Sömu-
leiðis að líta eftir, að fólk hafi viðun-
andi húsnæði. Og í trausti þess, að
þeir valdsmenn, sem hér eiga hlut að
máli, skilji þetta, læt ég útrætt um
það. En um hitt ættu allir áhugamenn
urn uppeldismál að taka höndum sam-
an, að bæta börnunum upp bætiefna-
liungrið í sólarleysi vetrarins með
mjólk, lýsi og ljósböðum. Og svo hitt,
að stuðla að því, að foreldrarnir fái
einhverja fræðslu um uppeldismál,
svo að þau verði færari um að leysa
uppeldisstarfið vel af hendi.
Uppeldi barna fyrstu æviárin fer
allt fram á sama stað: Innan veggja
heimilanna. Og hvort sem heimilis-
faðirinn er efnaður eða fátækur, eru
þar ráðin örlög flestra einstaklinga
að nokkru leyti. Það er því mikilvægt,
að þessar stofnanir séu starfi sínu
vaxnar.
Ég álít, að það sem íslenzku þjóð-
ina skortir mest nú séu góð heimili.
Heimili þjóðrækni og vinnugleði,
stjórnsemi og glaðværðar, iðjusemi og
andlegs viðhorfs. Og það er mikið til
þess vinnandi að eignast sem flest slík
heimili.
Undanfarið hefur það verið tízka í
þjóðfélaginu, áð draga fólkið sem
mest frá heimilunum. Fjöldi fólks
yngra og eldra kemur aðeins heim til