Heimili og skóli - 01.08.1944, Page 15

Heimili og skóli - 01.08.1944, Page 15
HEIMILI OG SKÓLI 61 Þetta er stór og undarlegur heimur. að sofa og borða. Allar tómstundir er dvalið utan heimilisins við skemmtan- ir, félagsstörf o. fl. Margt af þessum störfum er gott og gagnlegt. En sumt af því mætti alveg missa sig. Fækka mætti dansleikjum og lélegum kvik- myndasýningum að skaðlausu. Væri hægt að notfæra sér þann tíma heima, sér sjálfum og öðrum til meira gagns og þroska en flangsið gefur í aðra hönd. Og vissulega eru líkindi til, að meiri heimilisrækni mundi skapa betri uppeldisleg skilvrði fyrir bömin, sem eru að samhæfast umhverfi sínu. Annað, sem áhyggjum veldur er vaxandi virðingarleysi fyrir vinnunni. Það er álit margra, að vinnugleði fari þverrandi með þjóðinni, en fleiri og fleiri meti vinnuna aðeins eftir því krónutali, sem fyrir hana fæst. Þetta eru hnignunar- og vanþroskamerki. Vinnugleðin má ekki glatast. Og vinn- an er eitthvert dásamlegasta uppeldis- meðal, sem til er fyrir börn. Þetta tvennt, aukin heimilisrækt og virðing fyrir vinnunni, eru mikilvæg mál, sem hér verða ekki gerð nein skil, en aðeins bent á, hversu það eru þýðingarmiklir þættir í lífi hverrar þjóðar. Bæði efnaheimilin og þau fá- tækari gætu margt gert betur á þeim sviðum en þau gera. Þau fátæku með því að láta börnin hafa einhverja heimaiðju og gera heimilin sem vist- legust, og hin efnameiri með því að ala börnin ekki upp í iðjuleysi, en láta þau hafa eitthvað fyrir starfi, helzt í sambandi við heimilið sjálft. Ég hefi takmarkaða trú á boðum ofan frá, ef ekki er hægt að fá heimilin í landinu til að taka virkan þátt í þeim umbótum, sem nauðsynleg eru

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.