Heimili og skóli - 01.08.1944, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.08.1944, Blaðsíða 16
62 HEIMILI OG SKÓLI Úp foréfi: Mér datt í hug að segja þér ofurlít- ið urn skólann minn í Gnúpverja- lireppi, sem varð 20 ára í haust. Fyrstu árin lreyrði ég suma segja, að óhæfi- legt væri að taka börnin frá foreldrun- um vikum saman á hverju ári í mörg ár, og mundu þau bíða við það tjón mikið. Nú heyrist þessi. mótbára aldr- ei, enda held ég, að börn hafi yfirleitt gott af að fara að heiman um tíma — jafnvel frá góðum heimilum, og mörg hafa þau hlakkað til að fara í skólann og sömuleiðis að fara heim til sín aft- ur. Ýmsir óttuðust, að börnin losnuðu úr tengslum við heimilin, en ekki virðist reynsla Gnúpverja benda í þá átt, heldur lítur út fyrir, að unga fólk- ið uni þar mun betur en annars stað- ar. Vitanlega hafa ýmsir flutt burtu, sumir alfarnir, en aðrir um tíma í at- vinnuleit, eða til náms. Þaðan liafa fleiri leitað frekara náms en úr öðrum sveitum, sem ég þekki til. í uppeldis- og menningarmálum þjóð- arinnar. Og svo að lokum þetta: Þótt mis- munandi lífskjör hafi oft talsverð áhrif á uppeldið, þá er mér þó nær að halda, að mismunandi þroski og skilningur foreldranna hafi þar stund- um meiri áhrif. Bæta þarf úr hvoru tveggja: Jafna lífskjörin í þjóðfélag- inu sem mest, og auka áhuga foreldr- anna fyrir fræðslu í uppeldislegum efnum, svo að þau verði fær um að mynda heimili, . sem eru samboðin kynslóð framtíðarinnar — þeim sem erfa landið. I heimaivstarskólum verður öll að- búð betri en hún getur orðið í farskól- um og heimangönguskólum, og með- fram þess vegna ætti að verða meiri not af kennslunni. Kennarinn stendur líka betur að vígi og á hægra með að líta eftir undirbúningi barnanna. Auðvitað margfaldar það áhyggjur hans og vinnu, en líka gleði hans og ánægju af starfinu. Auk þess held ég, að börnunum þyki þetta skemmtileg- asta skólafyrirkomulagið. Ég hef venjulega ekki byrjað kennslu á morgnana fyrr en kl. 9.30. Fyrir þann tíma eiga börnin að taka til í svefnherbergjum sínum og borða morgunverð (hafragraut). Kennslu er lokið kl. 5Vá- Kl. S1/^—6!/2 búa börn- in sig undir næsta dag. Kl. 8 hefst kvöldvakan. Þá eru lesnar sögur, og allir eiga að sitja með vinnu sína. Á seinni árum hefur reynzt mjög erfitt að fá drengina til að koma með vinnu. Smíðar eru yfirleitt óhentug vöku- vinna, því að þeim fylgir ókyrrleiki, sem veldur truflun. Á kvöldvökunum hafa verið lesnar margar góðar bæk- ur. Stundum hef ég líkt sagt sögur. Utvarpið er mjög óvinsælt hjá börn- unum. Þeim þykir svo miklu skemmti- legri að hlusta á sögulesturinn. Fíátta- tími kl. QVz. Börnin skiptast á um að þvo kennslu- stofuna og matarílátin eftir kvöldmat- inn og nóndrykkinn. Venjulega eru 3 saman í flokki. Þau þvo líka sjálf sokk- ana sína, en að öðru leyti hafa þau þjónustu heima hjá sér, enda eru þau sjaldan í skólanum nema Vá mánuð í einu. Deildirnar eru 2 til skiptis. Eldri deildin er þó alltaf nokkuð lengur. í

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.