Heimili og skóli - 01.08.1944, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.08.1944, Blaðsíða 18
64 HEIMILI OG SKÓLI stækka þennan skóla um helming, og verða þar þá hin prýðilegustu húsakynni. Þá hef- ur verið byggt við skólann eitt hið vandað- asta og fullkomnasta fimleikahús hér á landi utan Reykjavíkur, og loks er svo verið að byggja yfirbyggða sundlaug við skólann, sem fullgjörð mun á næsta ári. Allt verður þetta ein bygging, skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin, og öllu þar mjög haganlega fyrir komið. Þegar bygging þessi verður fullgjör, verður ef til vill nánar sagt frá henni hér í ritinu. Eiður Albertsson, skólastjóri og oddviti, hefur sýnt mikinn dugnað við að koma þessum byggingum upp, en þorpsbúar virð- ast fylgja honum þarna að málum og hafa verið ósparir á fjarframlög til bygginganna með samskotum og fleiru. Bréfriturum þakkað. Eg hef fengið allmörg bréf frá ýmsum kaupendum Heimilis og skóla, sem mest- megnis eru þakkir fyrir ýmislegt, er birzt hefur í ritinu. Eg þakka öllum þessum bréf- riturum, bæði þeim, sem skrifað hafa undir nafni og hinum, sem sent hafa nafnlaus þakkarbréf. Slík vinsemd er ritinu og mér mikils virði. Einn spyr, hvort ekki sé unnt að stækka ritið, segir að margur myndi glaður greiða hærra verð fyrir það, ef það gæti flutt meira lesmál um uppeldismál, mál heimila og skóla. Það er von okkar, sem að þessari útgáfu stöndum, að ritið geti stækkað mjög fljótlega, og þar með fengið möguleika til að gegna hlutverki sínu betur en áður, en hvort það verður um næstu áramót, eða síð- ar, er ekki hægt að segja að sinni. En vel- unnarar ritsins gætu flýtt fyrir þessari stækkun með því að útvega ritinu, þótt ekki væri nema 2 eða 3 kaupendur. Safn- ast þegar saman kemur. Annar spyr, hvort ekki myndi heppilegt og vinsælt að hafa sérstakan foreldraþátt í ritinu, þar sem foreldrar kæmu fram með áhugamál sín og vandamál. Jú, vissulega, og ég hef einmitt oft óskað að fá stutta þætti frá þeim, og ég óska þess enn. Mér er ánægja að birta slíka smá þætti, að svo miklu leyti, sem rúmið leyfir. Nýr fræðslumálastjóri. Sú breyting hefur orðið á yfirstjórn fræðslumálanna að séra Jakob Kristinsson hefur sagt af sér embætti fræðslumálastjóra frá 1. ágúst þ. ár, en við því hefur tekið frá sama tíma Helgi Elíasson, sem verið hefur fulltrúi á fræðslumálaskrifstofunni um langt skeið og nokkrum sinnum settur fræðslu- málastjóri. Um leið og Heimili og skóla þakkar séra Jakobi Kristinssyni fyrir ágætt starf á und- anförnum árum og ámar þessum mikla mannkostamanni alls góðs í framtíðinni, býður ritið hinn unga og nýja fræðslumála- stjóra velkominn til starfs í hinn mikla vín- garð uppeldis- og fræðslumálanna. Hann er íslenzkum barnakénnurum kunnur að góðu einu, og munu þeir því hyggja gott til sam- starfs við hann eigi síður en fyrirrennara hans. Fyrr og nú.......... ...... En svo mikill voði, sem gæfu vorri, já tilveru vorri, hefur stafað af efnis- hyggjunni, þá hefur þó fávitadýrkun kyn- hvatarinnar verið langtum meiri skaðvald- ur heima fyrir. Aður fyrr réðu foreldrarnir því, hverjir skyldu eigast, og það var sjálf- sagt, að sambándið skyldi vera ævilangt. Þetta finnst oss nú einber villimennska. En hver dirfist að segja, að þessi vandamál hafi nú fengið lánlegri lausn? Þegar þessir nýju hættir voru innleiddir, átti takmark þeirra að vera hamingja einstaklingsins, og óham- ingja einstaklingsins hefði ekki getað orðið meiri. Aður fyrr var talað um óhamingju í ástum. Astin er afnumin og óhamingjan er ein eftir...... (Kaj Munk: Við Babylonsfljót). Hræðið litlu börnin aldrei til að hafa þau góð, það getur haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir sálarlíf þeirra. Prentverk Odds Björnssonar 1944.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.