Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 10

Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 10
86 HEIMILI OG SKÓLI Séra Benjamin Kristjánsson: Leyfið börnunum að koma til mín! Nokkrar athugasemdir um trúarlegt uppekli barna. Flutt á fundi presta og kennara á Akurevri, 10. september 1944. „Leyfið börnunum að koma til rnin og bannið þeirn það eigi, því að slikra er guðsríkið. Sannlega segi ég yður: Hver, sem ekki meðtekur guðsríkið eins og barn, mun alls ekki inn i það koma. — Mark. 10, 13. Öll könnumst vér við þessi orð. Þau eru höfð yfir við liverja barnsskírn. En mér er nærri að halda, að orðin séu oss ofkunnug til þess, að vér höfum nokkru sinni hugsað um það með al- vöru, hversu mikilvægan sannleika þau hafa að geyma. En orðin þýða í stuttu máli þetta: Ef barninu er ekki innrætt rétt trú og holl lífsskoðun þeg- ar í bernsku, og þar með lagðár undir- stöður að persónulegum þroska þess, þá er hætt við, að barnið bíði þess aldr- ei bætur í lífinu, það verði ófarsælt alla sína æfi. Það mun að vísu vera frumhugsun allra foreldra, sem ekki láta fram- kvæma skírnina einungis af vanafestu sem arfgengan sið, að ekki skaði það a. m. k., að börnunum séu innrættar á unga aldri kenningar Krists. En þó munn nú vera að verða skiptar skoð- anir um, Jiversu áríðandi þetta sé. Á ég liér ekki einungis við þá, sem bein- línis Jjanna börnunum að koma til Krists, þ. e. vilja ltvorki láta skíra þau né kenna þeim kristindóm. Kemur þar til greina fullkomin andúð á kristindómi. Foreldrarnir livorki skilja né vita iíetur, en að þau séu að forða barninu sínu frá trúarbrögðum, sem þau telja úrelt eða siðspillandi. Sé liér um lífsskoðun að ræða, sem grundvölluð er á Jjeztu vitund hlut- aðeiganda, er ekkert annað um þetta að segja en að eftir er að vinna þetta fólk yfir til kristindóms. Ætla ég ekki að snúa máli mínu til þess fyrst og fremst. En það eru aðrir, sem þykjast vera frjálslyndir kristnir menn. Frá þeim lieyrast iðulega röksemdir eins og þessar: Við viljum ekki fara að fylJa Jiuga Jiarnsins okkar, meðan það er ungt, með alls konar trúarkreddum, sem það Jiefur engan þroska til að skilja. Það á að láta hvern einstakling þroskast eftir sínum eigin lögum, og skal fiver maður kjósa sínar lífsskoð- anir sjálfur, er liann kemst til vits og ára. Kristindómurinn er sjálfsagt góð ur. En það er hættulegt að þrýsta lion- um inn í varnarlausa barnssálina. — Hvers vegna ættum við, með foreldra- valdi, að fara að berjast við að móta barnssálirnar eftir okkar eigin hug- myndum? Látum barnið, a. m. k. í trúarsökum, velja sjálft sínar lífsskoð- anir, þegar það fær aldur og þroska. Eg lield, að það fari ekki fjarri lagi, að margir foreldrar og barnakennarar,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.