Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 87 sem ímynda sér, að þeir séu frjálslynd- ir og vel upplýstir um þessa hluti, haldi, að þessi skoðun sé ein hiu vitur- legasta, sem fundin hefur verið um uppeldismál. Með þessu sé stýrt fram hjá skerjum kreddufestu og þröng- sýni. Með þessu sé leiðin opin til auk- innar víðsýni. Sérhver góður og greindur einstaklingur muni sjálf- krafa brjóta sér leið til hinnar lioll- ustu og fegurstu lífsskoðunar, sem Iiann sé fær um að skilja, enda sé trúin svo mikið einkamál, að sízt megi nota áróður til að koma henni í fast form. Vanakristindómurinn sé og iðulega dauður kristindómur, sem þá hvorki komi einstaklingum né samfélaginu að miklu siðferðilegu gagni. Trúin verði að vera sannfæring, sprottin af eigin íhugun og lífsreynslu. Þó að ýmislegan sannleika kunni að mega finna í þessum sjónarmiðum, þá held ég samt, að þau séu í meginatrið- um villukenning og vil ég því leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir í sambandi við þau. En fyrst vil ég taka það fram, að ég efast ekki um, að þeir sem þessu lialda fram, séu í raun og veru einlægir. Þeir skilja ekki betur. Eins má vafalaust segja um þá, sem beinlínis banna börnunum að koma til Krists, þó að þeirra skoðunarmið sé þrengra. En ég vil mega ganga út frá því, að engir foreldrar séu þau óhræsi, að ei vilji þau reyna að leggja grundvöllinn að hamingju og lífsfarsæld barns síns eins vel og þau hafa vit á. Til þeirra, sem með alvöru hugsa um þetta, vil ég snúa máli mínu með þessar örfáu at- hugasemdir um mál, sem er eitt Iiið mikilvægasta velferðarmál heimsins. Hvernig á að ala upp kynslóðir, sem kunna að lifa sjálfum sér og mannlé- laginu öllu til blessunar, hamingju og farsældar? Já, viðfangsefni uppalendanna er hvorki meira né minna en þetta: AS leitast við að þroska og æfa þær gáfur, þá hæfileika og skapgerðarþætti, sem reynslan hefur sýnt, að eru nauðsyn- legar dyggðir í mannlegu félagi, svoað vér getum lifað ánægjulegu, starfsömu og fögru lífi. Um mörg grundvallaratriði upp- eldisstarfsins er naumast nokkur veru- legur ágreiningur. Flestum kemur saman um, að nauðsynlegt sé að æfa skilning og greind barnsins til þess að það læri að sjá fótum sínum forráð og geti komið til að njóta margs af því, sem fagurt er og gott. Til þessa þarf það og að öðlast vissan mæli af þekk- ingu. Fáfróður og skilningsdaufur einstaklingur Idýtur að fara á mis við margt það, sem bezt er og ánægju- legast í lífinu. Hann verður úti á þekju og hefur rninni möguleika á að bjarga sér. Þetta er auðsætt. En þekking og skilningur og mikil áunn- in hæfni til vissra starfa er ekki nóg til að skapa hamingjusamt mannfé- lag, hversu mikilsvarðandi sem þetta þó vissulega er. Því að allt þetta má nota til ógiftusamlegra hluta — til að heyja gjöreyðingarstyrjöld, eins og nú er gert. Annars og fleira þarf því við, til þess að friður og hamingja megi varðveitast með þjóðunum. Það þarf að temja lundarfarið til ákveð- innar umgengnismenningar. Það þarf að æfa þá þætti hugarfarsins, sem stuðla að samúð og gagnkvæmri lijálp, en kenna mönnum að varast

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.