Heimili og skóli - 01.12.1944, Síða 19

Heimili og skóli - 01.12.1944, Síða 19
HEIMILI OG SKÓLI 95 Eiríkur Sigurðsson: Vizkusteinninn og eilifðarklukkurnar - BROT - Verksvið flestra skóla er tvíþætt. Annars vegar það að glæða skilning og anka þekkingu, og hins vegar að hjálpa hverjum einstaklingi að byggja upp sína eigin skapgerð með uppeldis- legum áhrifum. Fyrra atriðið mun þó vera aðalviðfangsefnið í flestum ís- lenzkum skólum. Varla leikur þó á tveim tungum, að síðara atriðið er mjög mikilvægt, bæði fyrir einstak- linginn og þjóðfélagið. En ekki er fyrir það að synja, að bæði þessi sjónarmið geti farið saman. Börn og unglingar, sem glíma við að skifja og tileinka sér hinar ýmsu fræði- greinar, geta stundum notað þær við uppbyggingu eigin skapgerðar. Og þroski sá og leikni, sem vinnst við skólastörfin, verður ævarandi eign hvers einstaklings, án tillits til þess, Iivort þekkingin er liagnýt eða eigi. Leitin að vizkusteininum er eitt af aðalsmerkjum mannssálarinnar. Danskur rithöfundur, Anker Lar- sen að nafni, hefur í merkri skáldsögu sem ber nafnið „Vizkusteinninn", skýrt frá, hvar vizkusteininn er að finna. Hann segir: „Vizkusteinninn er merkisteinn við þjóðveginn. Og ef þið viljið vita, hver þeirra það er, þá er það — sá næsti —. staðar, munu nú allir ánægðir með þessa framkvæmd, og nýlega tjáði einn ráðamaður hreppsins mér það, að luin hefði reynzt hreppnum fjárhagslega léttbær, enda konrst hann að hag- kvæmum samningum við kvenfélagið siglfirzka. Þessi tvö nýbyggðu skólaheimili í sveitum, sem nefntl liafa verið, eru gleðilegur vottur um vaxandi skilning :á því, að farskólahaldið, sem enn er víðast hvar drottnandi í sveitunum, er með öllu óviðunandi til frambúðar. Víða er orðið mjög erfitt með húsa- kost, og öll aðstaðan er víða hin aum- asta, enda tolla sæmilegir kennarar þar illa, en stöðug kennaraskipti eru mjög óheppileg fyrir alla aðila. Þetta þurfa allir að skilja og reyna úr að bæta, og úrbótin mun alls staðar reyn- ast sú eina skynsamlega, er Arskógs- hreppur, Haganeshreppur og ýmsir fleiri hreppar, einkum sunnanlands, hafa þegar hrundið í framkvæmd, að byggð séu skólaheimili á tilteknum stöðum, og gangi þangað þau börn, sem næst búa, en hin hafi þar heima- vist. Framtíðin mun sýna og sanna, að þetta fyrirkomulag er hið eina, sem unandi er við í strjálbýlinu til fram- búðar.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.