Heimili og skóli - 01.12.1944, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI
97
Heimur framtíðarinnar.
góði drengurinn, sem gekk með henni
í skóla. Og í elli sinni dreymdi hana
einu sinni draum. Sá draumur var á
þessa Ieið:
Þau voru bæði lítil börn og gengu
í sama skóla. Þau voru að taka próf,
og höfðu afhent kennaranum stílana
sína. Stílsefnið var „Um lífið.“ Renn-
arinn las fyrst yfir stíl Karls. Karl var
rólegur á meðan, og María samgladd-
ist lionum, því að þar var engin villa.
Hver komma var á réttum sfað og
engar stafavillur.
En hversu undrandi urðu þau, er
kennarinn ski ifaði undir stílinn með
stórum stöfum: laklega. Karl afsakaði
sig og sagði, að það væri engin villa.
En kennarinn svaraði: ,,Nei, það er
rétt. En þú hefur skrifað allt annan
stíl en þú áttir að gera. Þú hefur byrj-
að rétt, en síðan hefur þú horfið frá
efninu. Þetta er hvorki fugi né fisk-
ur.“
Því næst tók kennarinn stíl Maríu.
Hún skalf af hræðslu. Þar var villa
við villu. Hún sá, að flestar þeirra
voru sökum Hjótfærni, — hún vissi,
hvernig það átti að vera. Hún sá ekki
einkunnina, en kennarinn sagði við
hana: Allt of margar fljótfærnisvillur
— en sjálft stílsefnið er rétt með farið.
Þú hefur skilið það rétt.“
Listin, sem íslenzkir skólar þurfa
að tenrja sér, er sú, að ætla bæði vizku-
steininurn og eilífðarklukkunum hæfi-
legt rúm í störfum sínum, svo að sem
flestir íslenzkir unglingar læri þá erf-
iðu þraut, að fara rétt með stílsefnið
sitt „Um lifið.“