Heimili og skóli - 01.12.1944, Side 22
98
HEIMILI OG SKÓLI
HANNES J. MAGNÚSSON:
Sólskinsblettir
„Er ekki f jarska leiðinlegt og þreyt-
ancíi að vera kennari?" Þetta er nokk-
uð algeng spurning, sem lögð er fyrir
okkur kennarana. Jú, það er oft þreyt-
andi að vera kennari, en leiðinlegt rná
það aldrei verða. Kennari, sem er orð-
inn leiður á kennslustarfi, á helzt að
fá sér annað starf. Vonbrigði og margs
konar ósigrar verða oft hlutskipti
kennarans, en sólskinsblettirnir eru
líka óteljandi, og ætla ég hér að skýra
frá einum af mörgum.
Fyrir nokkrum árum var ég einn
dag að hefja kennslu í smábarnabekk.
Börnin voru komin í sæti sín og starf
var að byrja. Þá stendur ein litla stúlk-
an upp úr sæti sínu og gengur til mín
fram að kennaraborðinu. Eg sé, aðhún
heldur á einhverju í lófanum. Hún fer
mjög hikandi, en kemst þó til mín,
réttir mér litla böggulinn og hneigir
sig kurteislega, en getur ekkert sagt.
„Hvað er þetta?“ spyr ég vingjarn-
lega.
„Ég ætla að, gefa þér þetta,“ segir
litla stúlkan feimnislega og roðnar.
Ég tek bréfið utan af gjöfinni, það
var ein, hvít töflukrít.
„Hvar fékkstu þetta?“ spyr ég.
„Ég keypti hana handa þér,“ svaraði
litla stúlkan.
Nú þurfti ég einskis að spyrja. Litla
töflukrítin í lófa mínum, sem kostaði
5 aura í búðinni og er auk þess býsna
hversdagslegur hlutur fyrir okkur
kennarana, var orðin að konunglegri
gjöf, því að ég fann, að henni fylgdi
hjarta og vinátta þessarar litlu, sak-
lausu stúlku. Mér fannst birta í stof-
unni og birta í sál minni, og ég sá inn
í heim, sem allt of oft er okkur kenn-
urunum lokaður til hálfs. Ég sá
snöggvast inn í heim hinna ungu
sálna, þar sem eitthvað var að gróa,
þrátt fyrir allt.
Litla stúlkan opinberaði mér björtu
hliðina á hinu hversdagslega skóla-
starfi. Hún kom með sólskin inn í grá-
an hversdagsleikann, hún sýndi mér,
að skólastarfið er meira en strit við lé-
legan lestur og ljóta skrift. Og það
væri okkur öllum ómetanlegur styrk-
ur í starfinu, ef við værum alltaf vef
skyggn á þessa hlið og notuðum sól-
skinsblettina til að sækja þangað styrk
og bjartsýni, og sólskinsblettirnir eru
margir. Látum þá ekki fara fram hjá
okkur.
Lýsi og gulrófur.
Lýsis- og mjólkurgjafir hafa á síðari árurn
verið teknar upp í nokkrum hinna stærri skóla
hér á landi. og tók barnaskóli Akureyrar upp
þann sið fyrstur allra íslenzkra skóla. En vegna
vöntunar á heppilegum mjólkurílátum, hefur
ekki ætíð verið hægt að gefa börnunum mjólk
með lýsinu, og svo er nú háttað í barnaskóla
Akureyrar í vetUr. En í stað mjólkur fá börnin-
dálitla gulrófusneið, og virðist það ekki vera
verr þegið en nýmjólkin. Síðan lýsisgjafir hófust
í byrjun nóvembermánaðar, hafa börnin neytt
að meðaltali 5—6 lítra af lýsi á degi hverjum,
og ætti þeim að verða gott af þeim sopa.