Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI
99
ÖRN SNORRASON:
Hávaðinn og börnin
Við barnakennararnir eigum marg-
an vanda við að stríða, og er sá ekki
minnstur að reyna að kenna börnun-
um prúða framkomu og temja þeim
jþær umgengnisvenjur, sem beztar
mega teljast. Við eyðum miklum tíma
og orku til þess að reyna að fága fram-
komu barnanna, og ber hvort tveggja
til, að við álítum það eina helztu
skyldu okkar, og svo yrði ólíft og ill-
kennandi í skóla, þar sem nemendurn-
ir væru siðlausir í umgengni, og færi
árangur allur þar eftir.
Börn í þéttbýlinu eru mjög óstöðug
í rásinni um alla framkomu. Þau
ganga vel um skólana og koma þar yf-
irleitt vel fram, en á götum og sam-
komum eru þau ærslafengin og há-
vaðasöm, svo að úr hófi keyrir, Er nú
svo komið, að þau eru varla hafandi á
samkomum, ef fullorðna fólkið á að
geta notið þess, sem fram fer, og að
líkindum hafa börnin aldrei verið há-
værari í skólunum en nú. Þessi hávaði
er mjög hvimleiður og auk þess sið-
spillandi. Hann er eins og myrkrið, í
skjóli hans þrifst ýms ruddamennska
og óknyttir.
Hér skal ekki reynt að telja orsakir
þess, hve börnin eru æst og hávaða-
söm. Þær eru margar, og liggja rætur
þeirra vafalaust djúpt í umhverfinu
og þeirri samtíð, sem við lifum í, og
eiga þar margir sök á. Ég býst því ekki
við, að auðvelt sé að eyða rótum
meinsins og lækna það á hinn æski-
legasta hátt, en þó má ekki leyfa börn-
unum að vaða uppi með þennan
hávaða, einkum vegna velferðar þeirra
sjálfra. Við kennararnir reynum að
berjast gegn honum í skólunum, bæði
beint og óbeint, en við þörfnumst
samstarfs annarra aðila ef æskilegur
árangur á að nást.
Sá samkomustaður, sem börnin
sækja helzt, er kvikmyndahúsin.
Barnasýning er hér á Akureyri einu
sinni í viku, og þar eru ærsl og hávaði
úr hófi fram, og hefur svo verið árurn
saman. Okkur kennurunum hefur
lengi verið það þyrnir í augum, að
börnunum skuli haldast uppi að haga
sér þannig á þeim einu samkomum,
sem þau sækja að ráði, og var farið
þess á leit við stjórn kvikmyndahúss-
ins fyrir nokkrum árum, að hún hefði
hemil á börnunum, en hún tók því
ekki líklega og taldi það ekki í sínum
verkahring.
Nú skal ekkert um það sagt, hve
mikia menningu eða ómenningu sjálf-
ar kvikmyndirnar færa börnunum, en
hitt má fullyrða, að í kvikmyndahús-
inu venjast þau á að láta illa á sam-
komum og taka ekkert tillit til þeirra
annarra, sem njóta vilja þess, sem
fram fer. Þetta eru vandræði, sem
þarf að leysa, og ætti lögreglan að taka
.málið að sér og reyna, í samráði við
stjórn kvikmyndahúsa og barnavernd-
arnefndir, að koma einhverju menn-
ingarsniði á Joessar samkomur, en ráð-
ið til þess er ofur einfalt. Það þarf að
láta helztu ólátaseggina út, og er börn-
in sjá hvað við liggur, munu þau fljótt
breyta um til batnaðar. Þetta er að
vísu ekki frumlegt ráð, en það eina
sem dugar, og það verður heldur að
grípa til þess en eiga það á hættu, að
ómenning vaði uppi framvegis á öll-
um almennum samkomum.