Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 26

Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 26
102 HEIMILI OG SKÓLI Úr skólaslitaræðu. ------Það er sannfæring mxn, að enginn mað- ur finnur fullnægju sína sem ríkisborgari eða at- vinnurekandi — en þó allra sízt konan. — Sína innstu, helgustu köllun sem kona, uppfyllir hún ekki úti í þjóðfélaginu, heldur á heimilinu sem móðir og eiginkona. — Ég held, að eitt mein vorra tíma liggi í því, að konur vanrækja þessa köllun og hafa hana ekki nógsamlega í heiðri, lita ekki heldur á hana sem þjóðfélagslega skyldu, en kasta henni oft frá sér fyrir falskar frelsiskröfur og annað fánýti. Of margar konur hafa lært að líta á móðurstarfið sem skyldu, hjónabandið sem þrælkun og heimilið sem þröngan hring. En mig langar til að snúa þessu við og segja: Allt þetta eru einkaréttindi ykkar, sem þið eigið að vernda, vaka yfir og verja ti! hinztu stundar. Og það er at' því, að þið eruð hvergi í samræmi við það bezta í sjálfum ykkur nema þarna.------- ------Dýpstu þrá barnsins verður ekki svalað nema á einum stað á jarðrtki og það er í móður- faðminum. Og það er af því að þar, og hvergi nema þar, á jarðríki, er að finna þann kærleika, sem allir menn eru alltaf að leita að.---- (Sigrún P. Blöndal. Hlín 1938). Seiðurinn mikli. Svo nefnist bók, sem nýlega er xit komin á vegum Iþróttasambands Islands og Stórstúku Is- lands, en Pétur Sigurðsson erindreki hefur tekið bókina saman. Aðalefni bókarinnar, sem er prýdd mörgum myndum, eru ummæli margra landskunnra og heimskunnra manna um áhrif áfengisnautnar á menningu einstaklinga og þjóða, og komið víða við. Þarna er teflt fram mönnum, sem erfitt er að saka um þröngsýni og ofstæki, og ættu því allir að geta lesið hókina, sem hugsa vilja alvarlega um þetta mikla þjóð- félagslega vandamál. Öll eru ummæli þessara manna hin merkustu og einarðleg og hreinskilin viðvörun gegn áfengisnautninni og öllum fylgi- fiskum hennar. Þetta hefti Heimilis og skóla er 22 lesmálssíður og er þar með lokið 3. ár- gangi ritsins. Við það tækifæri er ástæða til að HEIMILI OG SKÓLI I — Tímarit um uppeldismál. — Út&efandi Kennaraféíag EvjafjewOar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 16 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 8,00, er greiðist fyrir 1. júní. Útéáfustjórn: Snorri Sigfússon, skólastjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, kennari. Afgreiðslu og innheimtu annast: Eiríkur Sigurðsson kennari, Hrafna- gilsstræti 12. Akureyri. Sími 262. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems götu 20, Akureyri. Sími 174. Prentverk Odds Björnssonar. þakka öllutn velunnurum þess fyrir drengilegan stuðning, og sem betur fer hefur þeim stöðugt fjölgað. Því er það von útgefenda, að ritið megi halda áfram að koma út og ef til vill stækka eitthvað í nánustu framtíð. Gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár. I smágrein neðst á 70. síðu, í síðasta hefti, hafði slæðzt inn meinleg og óskemmtileg prentvilla: orðstýrr fyrir orðstír. Enn fremur í síðustu grein á óft- ustu síðu: efniheiminn fyrir efnisheiminn. Athugið. Nýir kaupendur fá síðasta árgang ókeypis, á meðan upplagið endist, hvort sem þeir gerást á- skrifendur að þessurn árgangi, eða árganginum 1945. Útsölumönnum eru greidd 20% í sölulaun. Nýir útsölumenn óskast.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.