Heimili og skóli - 01.08.1946, Side 7
11 F.IMILI OG SKÓLI
77
séi' oft við að stíga það spor og kjósa
heldur að umbera brot barnsins, en
venjulega sér og skólanum til tjóns.
Þarna verður að vísuaðtreystakennur-
um til a'ð greina milli smámuna og að-
alatriða, annars getur orðið úr þessu
leiðinlegt nudd, sem engum gerir gott.
Margir foreldrar eru líka þakklátir
fyrir slíkar viðvaranir og ábendingar,
þótt þeir í önn dagsins hafi einskis
orðið varir. Og það mun ekki vera
sjaldgæft, að börn vanræki nám sitt á
áberandi hátt, án þess að foreldrarnir
viti um það. Það má kennarinn ekki
umbera.
Þess eru mörg dæmi, að slík börn
bafa orðið nýir og betri menn eftir
vingjarnlegar viðræður fcreldra og
kennara, og vingjarnlegar eiga allar
slíkar viðræður að vera. En að fylgjast
vel með því, hvort barnið gerir skyldu
sína, krefst aftur talsverðrar árvekni
kennarans og þekkingar á börnun-
um. Og þá kem ég að annarri mjög
algengri umkvörtun foreldra, og hún
ú, að barnið þeirrá sé sjaldan „tek-
ið upp“, eins og það er kallað. Hér er
vandfundið meðalhófið, að viðhafa
hvorki stöðuga hópkennslu og heldur
ekki hina þunglamalegu einstaklings-
yfirheyrslu, þar sem liðið geta svo vik-
ur, án þess að grennslast sé um kunn-
áttu barnsins. Stöðug hópkennsla er
heldur ekki æskileg, þar sem svörin
lenda á tiltölulega fáum börnum, sem
fljótust eru að svara. Það er ákaflega
þægilegt fyrir hin áhugaminni og illa
lesnu börn að leyna vankunnáttu sinni
í skjóli þeirra. Þarna verður kennar-
inn að hafa bekkinn svo á valdi sínu,
að hann með lítilli fyrirhöfn geti á
hvaða tíma sem er komizt að því,
hvort börnin hafa lært verkefnin
heima, og láta helzt engan dag líða svo,
að nokkur verði útundan að svara
spurningum hans. Börn hafa gaman af
að segja frá, cg ef þau eru ekki spurð
neins dag eftir dag, missa þau áhug-
ann fyrir náminu og hætta að leggja
sig fram, en hinum, sem ekki lesa of
vel, kemur þetta auðvitað vel. Annar
höfuðtilgangur alls skólanáms er sá, að
kenna nemendunum að vera trúum yf-
ir litlu, kenna þeim að gera skyldu
sína.
Það er einn af ókostum þéttbýlisins,
að því fjölmennari sem bæirnir eru,
því meiri ókunnugleiki er á milli for-
eldra og kennara. Og það er óhætt að
segja, að í borgum sé þetta orðið að
óbrúandi djúpi, og það má bæta því
við, að þessi tvískipting uppeldisins,
án nokkurrar verulegrar samvinnu,
dregur mjög úr æskilegum árangri.
Hvorugur aðilinn getur án hins verið.
Góð heimili eru hinn mesti styrkur
skólanna, en hins vegar geta góðir
skólar orðið þróttlitlum og lélegum
heimilum hin dýrmætasta stoð.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
og liefur oft verið vikið að því í þessu
riti, hversu börnin eru oft umvafin
ást og umhyggju á heimilum sínum,
en á hitt hefur síður verið minnst, hve
aðdáunarverða alúð margir kennarar
leggja við starf sitt og nemendur sína í
skólunum, og væri það vissulega
ómaksins vert fyrir foreldra að kynnast
slíku starfi, og það er víst, að gagn-
kvæm ábyrgðartilfinning, samúð og
skilningur þessara tveggja aðila, er
bjargið, sem uppeldi nútímabarnsins
verður að hvíla á.