Heimili og skóli - 01.08.1946, Blaðsíða 4
74
HEIMILI OG SKÓLI
Þá hafa kvikmyndirnar verið tekn-
ar í þjónustu áróðursins í mörgum
löndum. Þegar berja þarf inn í fólkið
einhverjar vissar stjórnmálaskoðanir,
er gripið til kvikmyndanna. Allir
kannast við, hvernig þetta var í Þýzka-
landi fyrir styrjöldina. Þá munum við
einnig, hvernig ófriðarþjóðirnar
reyndu að nota kvikmyndirnar til
áróðurs í styrjöld þeirri, sem nú er ný-
lega lokið. Mikið af þessum myndum
hefur verið sýnt hér á landi á ófriðar-
árunum.
Af þessu má ljóst vera, að kvik-
myndirnar, eins og þær eru sýndar hér
í kvikmyndahúsum, eru mjög misjafn-
ar, sumar góðar, aðrar lélegar. En sam-
eiginlegt fyrir flestar þessar myndir er
það, að þær eru ætlaðar fullorðnu
fólki, en eigi börnum. Þær eru miðað-
ar við lífsreynslu og skilning hinna
fullorðnu, en ekki barna.
Af þessari ástæðu er það eigi aðeins
varhugavert, heldur oft á tíðurn skað-
legt, að börn sæki allar kvikmyndir,
sem sýndar eru.
Hraðinn, eftirvæntingin og óróinn,
sem þær skapa, valda oft hjá börnum
taugaæsingu, sem er þeim skaðleg. Þá
er siðferðilegum hugmyndum oft snú-
íð við þannig, að hinum hrottalega
skálki gengur allt til láns, og virðist
vera fyrirmynd til eftirbreytni. Eftir-
líkingarhneigð barnsins fær þar líka
oft óheppileg verkefni, sem betra væri
að vera laus við.
Ég get ekki stillt mig um að skjóta
því hér inn, að nýlega hefur kornið
fram getgáta í einu af dagblöðum okk-
ar um það, að hin gífurlega áfengis-
hneigð þjóðarinnar hin síðari ár eigi
•orsök sína í hraðanum og óróanum,
sem einkenni þessa tíma. Taugakerf-
inu sé ofboðið, áhrifin komi fram í
taugaæsingu, sem meðal annars sé ein
af helztu orsökunum til hinnar gífur-
legu áfengishneigðar. Sé þetta rétt,
eiga kvikmyndir þær, sem sýndar hafa
verið æskunni hér undanfarin ár, ef-
laust sinn þátt.
Mér er sagt, að hjá frændþjóðum
okkar á Norðurlöndum þekkist það
ekki, að börn sæki almennar kvik-
myndasýningar. Þau sæki aðeins
barnasýningar, sem þeim eru sérstak-
lega ætlaðar. Þessu er ekki þannig var-
ið liér, þar sem börn sækja allar kvik-
myndasýningar, ef þau aðeins fá inn-
göngu, jafnt að kvöldi sem á degi. í
þessu efni eigum við því talsvert ólært.
Börn ættu ekki að sækja aðrar kvik-
myndasýningar en þær, sem þeim eru
sérstaklega ætlaðar síðdegis á sunnu-
dögum.
Mjög er misjafnt, hve góða reglu
heimili hafa um þessa hluti. Sum
heimili hafa í þessu efni fastar reglur,
en önnur láta geðþótta barnanna ráða.
Ég átti nýlega tal um þetta við konu
eina. Hún sagði: ,,Börnin mín fara
aldrei í kvikmyndahús á kvöldin.
Þau fá að fara á barnasýningu annan
hvorn sunnudag, og fara aldrei fram á
annað.“ — Ég hygg að þetta sé til fyrir-
myndar. Bezt er fyrir barnið, að um
þetta sé mynduð einhver föst regla, og
breaða svo ekki út af henni.
° •
En er þá börnum ekki bannað að
sjá þær myndir, sem álitnar eru skað-
legar fyrir þau? Jú, að vísu. En frarn-
kvæmdin á þessum kvikmyndabönn-
um er svo bágborin, sennilega um
land allt, að ástæða er til að fara um
hana nokkrum orðum. Það er þýðing-