Heimili og skóli - 01.08.1946, Qupperneq 9
11KIMILI OG SKÖLI
79
HANNES J. MAGNÚSSON:
Frú Anna Hlöðversdóttir
kennslukona sjötug
Hinn 29. september næstkomandi
verður Anna Hlöðversdóttir, kennslu-
kona að Reyðará í Lóni, sjötug. Hún
er fædd að Vallanesi í Suður-Múla-
sýslu 29. sept. árið 1876. Foreldrar
hennar voru Lúðvig Schou verzlunar-
stjóri í Húsavík og síðar sölumaður á
verzlunarskipi Gránufélagsins, og Elín
Einarsdóttir prests Hjörleifssonar í
Vallanesi.
Þegar Anna var átta ára, missti hún
móður sína. Þá bjuggu foreldrar
hennar í Vallaneshjáleigu, en vegna
þess að búsforráð höfðu jafnan hvílt á
Elínu móður Önnu, hætti faðir henn-
ar búskap með öllu við lát konu sinn-
ar. Var þá Anna tekin í fóstur af séra
Jóni Jónssyni prófasti í Bjarnarnesi,
síðar á Stafafelli í Lóni og konu hans
Margréti Sigurðardóttur prófasts
Gunnarssonar að Hallormsstað. Þar
ólst Anna upp, og mun það hafa orðið
henni til mikillar giftu að alast upp á
slíku menningarheimili.
Þegar Anna var 18 ára að aldri, sett-
ist hún í kvennaskólann að Ytri-Ey í
Húnavatnssýslu, er síðar var fluttur til
Blönduóss, og stundaði þar nám í tvo
vetur. En sumarið eftir hinn fyrrí
skólavetur dvaldi hún í Grímstungu í
Vatnsdal hjá Birni Sigfússyni alþing-
ismanni og hinni gáfuðu og þjóð-
kunnu konu hans, Ingunni Jónsdótt-
dóttur, systur séra Jóns á Stafafelli.
Haustið 1898 gekk hún að eiga
Sigurð Jónsson búfræðing, sem þá var
ráðsmaður hjá séra Jóni fóstra henn-
ar, og tveim árum síðar reistu þau bú
á Reyðará í Lóni. Þar bjuggu þau til
ársins 1917, en þá missti Anna mann
sinn frá mörgum ungum börnum, og
má telja það vel af sér vikið að koma
þeim öllum til manns ein síns liðs. En
skömmu síðar gat Geir, elzti sonur
hennar, tekið við búsforráðum með
henni.
Þeim hjónum varð sex sona auðið.
Einn þeirra, Þórhallur, andaðist að
Vífilsstaðahæli árið 1907, hin-
ir eru: Geir, bóndi að Reyð-
ará, Stefán, skólastjóri í Reyk-
holti í Biskupstungum, Hlöðver,
skólastjóri í Siglufirði, Ásmundur, al-
þingismaður og kennari í Hornafirði
og Hróðmar, kennari í Hornafirði. —