Heimili og skóli - 01.10.1947, Side 13

Heimili og skóli - 01.10.1947, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI 103 Ritstjóraspjall Því miður hefur foreldraþættinum ekki borizt neitt að þessu sinni, og fellur hann því niður. Vonandi þarf ekki oft að koma til þess, en í stað hans kemur þetta spjall, og getur verið, að áframhald verði á því, þótt bekk eftir bekk ganga í gegnum sýn- ingardeildirnar með lokuð augun. Svo skal ég segja þér annað dæmi frá Sarpsborg. Dag nokkurn var börn- unum gefið frí á miðjum skólatíma, en öllum kennurunum var boðið að mæta í samkomusalnum og hlýða á er- indi, er umsjónarmaður nazista ætlaði að flytja. Mótið hófst með því, að við áttum að syngja: ,,Gud sikne vort dyre Fædreland“. Aldrei á ævi minni hef ég heyrt aumari söng. Það heyrðist aðeins eitt og eitt veikt hljóð á víð og dreif í hópnum. Svo tók umsjónarmaðurinn til máls. Við sátum allir með ströngum og köldum svip. Og ef maður þessi hefur haft nokkurn snefil af tilfinn- ingu, hlýtur hann að hafa tekið út hinar mestu þjáningar. Hvert einasta orð, sem hann mælti, mætti ísköldum múr haturs og fyrirlitningar, en nú er það bezta eftir. Að erindinu loknu átti að taka Ijósmynd af okkur öllum. En á sama andartakinu og ljósmyndarinn „smellti af“ beygðum við höfuð okkar, allir í einu, svo að ljósmyndarinn sá ekki annað en hárlubbann eða meira og minna bera skalla. Tilraunin var endurtekin, en hún fór á sömu leið. Blöð borgarinnar, sem nazistar réðu yfir, gátu ekki flutt neina mynd af okkur í þetta skipti.“ „Folkeskolen“. foreldraþættinum verði haldið áfram. For- eldrar, gjörið svo vel og sendið ritinu stutta kafla um eitt eða annað viðvíkjandi uppeldi, kennslu og öðru því, sem hér á heima. STÓRYRDI. Ein af plágum þeim, sem haldið hefur inn- reið í íslenzkt þjóðlíf á síðari árum, og er að sínu leyti engu betra en mæðiveiki, óþurrkar og síldarleysi, er stóryrðin. Þau eru að rugla öllu mati á því, sem gott er eða illt, hvítt eða svart, sæmilegt eða ósæmilegt. í stjórnmála- heiminum gengur þetta einna lengst. í skrif- um stjórnmálablaðanna eru mætustu menn settir á borð með bófum, úrþvættum og land- ráðamönnum. Smávegis mistök eru nefnd stórhneyksli, og svo þegar hneykslin gerast í raun og veru, tekur enginn eftir þeim. Það er búið að rugla svo dómgreind manna með misnotkun stóryrðanna, að í augum almenn- ings má gera hinn mætasta mann að hálfgild- ings glæpamanni. En komi það svo fyrir, að stóryrðanna sé í raun og veru þörf, tekur eng- inn mark á þeim. í heimi bókmenntanna hafa stóryrðin einnig unnið sitt niðurrifsstarf, þótt með öðr- um hætti sé. Vegna þessarar misnotkunar stóryrðanna, er nú vart hægt að taka mark á nokkurri bókarfregn eða bókaauglýsingu í blöðum og útvarpi. Þar eru lélegustu „reyfar- ar“ nefndir stórbrotin listaverk, klámritin cru nefnd liugljúfar ástasögur, ómerkilegustu skáldsögur eru nefndar perlur heimsbók- menntanna o. s. frv. En þegar úrvalsbækurn- at koma svo á markaðinn, tekur enginn eftir þeim. Allur almenningur er sem betur fer hættur að trúa skruminu og stóryrðunum, en alltaf eru þó einhverjir, sem láta leiðast af slíku. Hér er í mesta óefni komið, því að auk þess ber allt þetta stóryrðaglamur vott um menningarleysi. Stóryrðin eru oftast vott- ur um minnimáttarkennd, og með stóryrðun- u.m eru menn oft að reyna að ljúga sig áfram í gegnum lifið, þótt misjafnlega takist. Auð- vitað mótast börnin einnig af þessum aldar- anda, ekki aðeins með því að temja sér bölv

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.