Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 24
114 HEIMILI OG SKÓLI r' Ur /msum áttum Fundur presta og kennara. Fundur presta og kennara norðanlands var haldinn á Akureyri dagana 20. og 21. septem- ber sl. Fundurinn hafði verið undirbúinn af nefnd presta og kennara í Þingeyjarsýslu, en iormaður þeirrar nefndar var séra Björn O. Björnsson prestur á Hálsi. Aðalumraeðuefni íundarins var ÞEGNHOLLUSTA. Um þetta voru flutt þrjú framsöguerindi. Erindin fluttu Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, séra Björn O. Björnsson og Þórgnýr Guðmunds- íon kennari. Ýmis fleiri mál voru rædd á lundinum og urðu um þau miklar umræður. jón H. Þorbergsson flutti einnig erindi um heimilisguðrækni. í sambandi við fundinn íór fram guðsþjónusta í Akureyrarkirkju og prédikaði séra Sigurður Guðmundsson að Grenjaðarstað, en séra Ingólfur Þorvaldsson prestur í Ólafsfirði þjónaði fyrir altari. Loks flutti séra Pétur Sigurgeirsson erindi um kristilega æskulýðsstarfsemi og sýndi kvik- mynd. Fundurinn gerði margar ályktanir, en ekki er rúm til að geta þeirra hér. Kenn&rafundur. Haustfundur Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri laugardaginn 4. okt. sl. Hið helzta, sem gerðist á fundinum var þetta: Eiríkur Sigurðsson flutti erindi og sagði ýmsar skólafréttir frá Danmörku, en þar dvaldist hann nokkurn tíma í sumar. Þá flutti Snorri Sigfússon langt og ýtarlegt erindi um viðhorf i skólamálum, bæðiáNorðurlönd- um og hér, og ræddi í því sambandi um fram- kvæmd nýju fræðslulaganna okkar og ýmis verkefni, sem framundan væru. Loks sagði Sigríður Skaptadóttir kennslukona skólafrétt- ir frá Sviþjóð, en þar dvaldi hún við fram- haldsnám síðastliðið ár. Sagði hún einkum frá skólanum að Nesi og starfsemi hans. Sýndi hún í því sambandi teikningar og aðra skóla- vinnu frá námskeiði þar. Var mikið að græða á öllum þessum erindum og gerður að þeim góður rómur. Fundurinn var fjölmennur og voru þarna mættir flestir kennarar af félags- svæðinu. Fundarstjóri var Steingrímur Bern- harðsson, skólastjóri á Dalvík, en fundarritari Björn Daníelsson, Dalvík. Kennaranámskeið. Dagana 15. til 20. sept. var haldið í Reykja- vík námskeið fyrir íþróttakennara og al- menna kennara, sem kenna íþróttir í skólum. í námskeiðinu tóku einnig þátt nemendur uppeldisskóla Sumargjafar. Alls urðu þátttakendur 62. Kennslugreinar voru: Farið yfir tímaseðla fyrir stúlkur og pilta, dansleikfimi, frjálsar íþróttir, leikir og þjóðdansar. Kennarar voru: Aðalsteinn Hallsson, Bjarni Bachmann, Björn Jakobsson, Bragi H. Magn- ússon og Sigríður Þ. Valgeirsdóttir. Námskeið- ið setti Þorsteinn Einarsson með ræðu, en fyr- irlestra fluttu: Sigríður Þ. Valgeirsdóttir: íþróttir í amerískum skólum; Jón Oddgeir Jónsson: Nýjungar í lífgunaraðferðum og umferðakennsla; Gunnar Ólafsson: Skóla- íþróttafélög, skólamerki og frjálsar íþróttir í skólum; Unnur Jónsdóttir: Fimleikar með músík. Vegna ýmissa nýjunga í skólaíþróttum var um það rætt að stofna næsta sumar til lengra námskeiðs, en þá helzt utan Reykjavíkur. í vikutíma, í byrjun okt., kenndi Sigríður Þ. Valgeirsdóttir þjóðdansa við Húsmæðra- skóla íslands. Sundkennarar í Reykjavík komu saman á þrjá fundi í byrjun okt., til þess að ræða mál- efni varðandi sundkennsluna í Reykjavik. Samþykktar voru tillögur til úrbóta sund- aðstöðu skólanemenda og samið bréf, m sent verður bæjar- og skólayfirvöldum og einnig dagblöðum bæjarins, til þess að vekja athygli á hinni slæmu sundaðstöðu og vinna að því, að reistar verði kennslulaugar.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.