Heimili og skóli - 01.10.1947, Qupperneq 12
1-2
HEIMILI OG SKÓLl
foreldra að þeirra eigin starfi, sýna
þe.m, hvenær þeim hafi tekizt vel og
hvenær illa, hverjar aðferðir þeir eigi
beztar og hverjar lakastar. Þannig læra
foreldrar í raun og veru af sjálfum sér,
ef þeir hugleiða uppeldisreynslu sína
og annarra og gagnrýna aðferðir sínar
í Ijósi uppeldisvísindanna. Það er hlut-
verk kennarans að vekja foreldra til
þes-sarar íhygli.
III
Það leiðir beint af því, sem að ofan
var sagt um samstarf heimilis og skóla,
að bæði bera ábyrgð á, hvernig það
tekst. Hvorugt getur með öllu skellt
skuldinni á hitt, þótt annað kunni
stundum að eiga meiri sök á misfell-
unum. En samvinnan er m. a. í því
fólgin, að foreldrar og kennari leið-
rétti misskilning og mistök hvers ann-
ars viðvíkjandi barninu og uppeldi
þess. Þetta getur því aðeins tekizt, að
bæði eigi fullan skilning á því, hve
mikilvægt og vandasamt uppeldið er,
en auk þess næga hógværð til að láta
benda sér á villur sínar. Slík hógværð
er ekki öllum gefin, og mun mörgum
veitast torvelt að temja sér hana. En
menntgjafinn verður ávallt að minn-
ast þeirrar ábyrgðar, sem hann ber á
uppeldi bamsins. Hún hvílir sameig-
inlega á foreldrum og kennurum, bæði
gagnvart hverju einstöku barni og
þjóðféiaginu. Hvert barn á rétt til að
ná sem fyllstum andlegum og líkam-
legum þroska. Og þjóðin krefst þess
með réttu, að hver einstaklingur verði
sem nýtastur þegn í samfélagi hennar.
Með því að gefa sig að uppeldisstarf-
inu, hafa foreldrar og kennari helgað
sig æðri skyldu, sem krefst einlægs
vilja þeirra. Ef þeir hafa fullan skiln-
ing á möguleikum uppeldisins, mun
viðleitni þeirra sigrast á flestum erfið-
leikum. En skorti þennan skilning,
munu hégómagirni og sérvizka jafn-
an bera betri viðleitni ofurliði. Þá er
oft um enga samvinnu að ræða; við-
leitni annars strandar á mótþróa hins,
eða hvorugt finnur löngun til sam-
starfs.
Þeir létu ekki kúga
sig.
Tveir kennarar, annar danskur, en
hinn norskur, hittust fyrir skömmu af
tilviljun uppi í háfjöllum Noregs og
tóku tal saman. Viðræðurnar snerust
fyrst um norsk og dönsk skólamál, en
svo barst talið að hernámi Noregs.
„Okkur Dönum er kunnugt um
hina hetjulegu baráttu norsku kenn-
aranna gegn nazismanum meðan á
hernáminu stóð,“ mælti Daninn.
„Já, þú mátt vera viss um, að við
hötuðum þá af öllu hjarta allt það,
sem var þýzkt,“ mælti Norðmaðurinn.
„Og nú skal ég segja þér litla sögu,
sem gerðist í Osló árið 1943. Þjóðverj-
ar höfðu þá undirbúið svokallaða
„Menningarsýningu“ og einn sýning-
ardaginn voru þau boð látin út ganga
til skólanna í Osló, að börnin ættu að
koma á sýninguna. Börnin komu og
gengu ásamt bekkjarkennurum sínum
í gegnum sýningarstofurnar, en með
lokuð augun. Umsjónarmenn þýzku
sýningarinnar nístu tönnum af
vonzku, en við þessu kunnu þeir eng-
in ráði. Þeir urðu að horfa á börnin