Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 11
HETMILI OG SKÓLI
101
hamla því, að hver maður geti rækt
það starf, sem honum hæfir bezt. Til
búskapar þarf jörð og bústofn, og at-
vinna sjómannsins er oft rýr til að
framfleyta fjölskyldunni. Því vanda-
samara sem istarfið er, því sterkari
hneigða og þjálfaðri hæfileika krefst
það. Oft er langt bóknám nauðsynlegt
til undirbúnings. Því neyðist margur
til að vinna starf, sem honum lætur
illa. Þetta misræmi milli starfshneigða
og atvinnumöguleika mun aldrei
liverfa að fullu. — Hitt lýsir vöntun á
skilningi og ábyrgðarvitund, ef for-
eldrar að nauðsynjalausu þrengja
barninu inn á starfssvið, sem í engu
samsvarar hneigðum þess og hæfileik-
um. Margir foreldrar láta í þessu efni
stjórnast af hégómagirni og stéttar-
hroka og spilla þannig manndómi
barna sinna, ræna þau sannri starfs-
gleði, en þjóðina beztu starfskröftum
þeirra. Slík mistök gætu kennarar að
miklu leyti hindrað, ef þeir ræktu vel
samvinnu við foreldrana. Frá sjónar-
miði þjóðarheildarinnar er það óbæt-
anlegt tjón, ef þeir foreldrar, sem hafa
beztar ástæður til að veita hæfileikum
barna sinna nauðsynlega þjálfun,
beina þeim inn á rangar brautir vegna
fávizku og hégómagirni. Þjóðfélagið á
rétt til að njóta starfskrafta einstakl-
ingsins, en einstaklingurinn á því að-
eins rétt á starfsmöguleikum þjóð-
heildarinnar, að hann leggi fram beztu
krafta sína í hennar þágu.
c) Við höfum nú séð, hve mikilvægt
atriði það er að þroska hneigðir barns-
ins sem bezt og beina þeim að starfi,
sem svarar til hæfileika þess. Þetta er
aðalhlutverk menntgjafans, og sé það
vanrækt, getur uppeldið ekki borið til-
ætlaðan árangur. Heimili og skóli fá
því aðeins leyst þetta viðfangsefni til
fulls, að þau í starfi sínu hagnýti sam-
eiginlega reynslu og þekkingu. Nýj-
ungar uppeldisvísindanna og uppeld-
isbragur heimilisins verða að samein-
ast til starfa. Foreldrar og kennarar
verða að hugðfesta sér það, sem reynsl-
an kennir þeim, og finna sem hag-
kvæmast form fyrir samvinnu sína.
Samstarf þeirra verður að eignast hefð,
sem hvílir á reynslu, þekkingu og ein-
lægum uppeldisvilja beggja. Hér opn-
ast áhugasömum fareldrum og kenn-
urum merkilegt starfsvið. Með flestum
menningarþjóðum er þegar stofnaður
félagsskapur til þess að efla uppeldis-
menningu foreldra og gera lærdóms-
ríka uppeldisreynslu þeirra heyrin-
kunna. Áhugasamir kennarar beitast
mjög fyrir slíkum samtökum, en fyrir-
lestrar, umræður, tímarit og bækling-
ar dreifa þekkingu út á meðal félags-
manna og flytja einfaldar frásagnir af
uppeldisreynslu foreldra og kennara.
Slík rit geta orðið leitandi menntgjafi
ótæmandi fróðleiksbrunnur. Myndi
kennurum það mikill styrkur í sam-
vinnu þeirra við foreldra, ef þeir hefðu
á takteinum dæmi úr uppeldisreynslu
heimilisins sjálfs, til að skýra og sanna
•með mál sitt. Foreldrar eru yfirleitt
ekki nýjungagjarnir á sviði uppeldis-
ins, jafnvel þótt þeim liggi það mjög á
hjarta. Er því oft nauðsynlegt að færa
þeim mikilsvarðandi uppeldisnýjung-
ar í búningi þeirra eigin reynslu, ef
þær eiga að mæta æskilegum skilningi.
Flestar nýjungar uppeldisvísindanna
eru fundnar með athugunum á upp-
eldisstarfi foreldra og börnum þeirra.
Uppeldisfræðingurinn vill beina huga