Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 4

Heimili og skóli - 01.10.1947, Blaðsíða 4
94 HEIMILI OG SKÖLI á því, hversu geysi þýðingarmikið það er, að börnin fari snemma að hátta á kvöldin og fái nægan svefn. Börn, sem koma syfjuð í skólann, eiga erfitt með að stunda nám og hafa gagn af kennslu. Þau eru alltaf þreytt, slöpp og áhugalaus. Látið það því sitja fyrir öllu öðru að koma börnum yðar snemma til náða, jafnvel þótt það kosti einhverjar lífsvenjubreytingar á heimilinu. Það mun gera námið í skól- anum léttara, og barnið verður heil- brigðara til líkama og sálar. Yfirleitt má segja, að reglubundið líf sé börnum nauðsynlegra en flest annað á skólaaldri. Skólinn krefst reglusemi af nemendum sínum á öll- um sviðum, og það verða heimilin einnig að gera. Það er ein sú bezta hjálp, sem hægt er að veita oss við skólastarfið. Óreglusamur uppalandi er barninu slæm fyrirmynd, og það stendur ekki í hans valdi að kenna börnum sínum reglusemi. Skólinn metur mikils góða frammi- stöðu við nám, ekki sízt, ef hún er ávöxtur iðni og ástundunar. En líklega eru bæði föreldrar og kennarar sam- sekir í því að meta háar einkunnir of rnikils. Það er ekki hlutverk barna skólanna að ala upp lærða menn, held- ur holla þegna. Og þeir eru oft ekki síður í röðum þeirra, sem ekkert hafa af háurn einkunnum að segja. Foreldr- ar eru því oft óþarflega áhyggjufullir yfir einkunnum baran sinna, að ég ekki tali nú um A, B og C deildimar. Skólarnir þyrftu miklu fremur að verða gróðrarblettir þegnhollustu en einhverjar lærdómssmiðjur, þótt þar verði vitanlega að gera vissar lág- markskröfur, enda fylgir þegnhollust- unni alltaf góður námsárangur, eins og efni standa til. Það mætti merkilegt heita, ef allir nemendur skólans byggju yfir þessari hollustu við skólann og starf sitt, úr svo ólíkum jarðvegi, sem þeir eru vaxnir. En oft dáist ég að því, hversu mörg börn, og þá sérstaklega litlu börnin, taka afstöðu sína til skólans og kennarans alvarlega. Allt, sem kenn- ari þeirra segir, er lög, sem óhugsandi er að megi brjóta. Það er unun að því að kynnast slíkum trúnaði og hollustu, og það eru sorgleg mistök hjá heimili eða skóla, ef þessi hollusta við skólann eða kennarann sljóvgast, þegar ofar kemur í skólann. Því má ekki láta nokkurt tækifæri ónotað til að styrkja hana og efla, það er öllum fyrir beztu. Og þarna hafa foreldrar og kennarar mikilvægum skyldum að gegna, sem krefjast góðrar samvinnu á báðar hliðar. ------Samfundir foreldra og kenn- ara mega ekki vera við það eitt bundn- ir að finna að, þótt hjá því verði ekki komizt. Þeir eiga engu síður, og miklu fremur, að miðast við það, sem vel er gert. Það er ómetanleg uppörvun fvrir hvern kennara að finna til þess, að starf hans sé metið að verðleikum, finna til hlýju og velvilja frá heimil- um barnanna, sem hann er að fræða. Og það er engu síður uppörfun fyrir nemandann, að foreldrarnir fái að vita, þegar vel gengur, fái að vita það, að hann er til fyrirmyndar um nám og hegðun í skólanum. Þetta knýtir bönd vináttu á milli skóla og heimilis og er sannkallað salt skólalífsins, sem ann- ars á það alltaf á hættu að verða um of grátt og hversdagslegt. Allt, sem ýtir

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.